Ljónið í snjónum
Sit hér frostbitin og horfi út í veturinn sem virðist engan enda ætla að taka. Ég hef nú hugsað um það undan farið hversvegna í ósköpunum kuldaskræfan ég hafi ekki farið aðeins sunnar. Ég hugga mig þó við það að sunnar er nú líka hnífbeittur kuldi þannig að ég er ekki að missa af neinu þar. Er því bara sátt við mitt og horfi hér á draugalega húsið með turnunum sem stendur hinu megin við götuna. Þar í garðinum býr hvítt ljón sem stingur vanalega í stúf við múrsteinsrauða húsið en er nú þakið snjóslikju og gæti því allt eins verið snjóaskafl, það hefur því dregið aðeins úr tign nágrana míns.
En hver er svo sem tignalegur eða glæsilegur í kulda og trekki?
En hver er svo sem tignalegur eða glæsilegur í kulda og trekki?
7 Ummæli:
Fínt vedur í Barcelona :) Spurning um hvenaer tú farir ad láta sjá tig.
Skitakuldi i Rom. 2 gradur i gaer, og 7 i dag, en samt svo mikill raki, ad ekkert dugar. erum bara inni a veitingastodum.
Já, það er kannski fínt í bcn núna en á meðan ég var að skrifa þetta í dag mundi ég eftir flensunni sem ég fékk í kuldakastinu í janúar í fyrra, þegar ég lá ofaná rafmagnsofninum í stofunni hjá Finu með lopahúfu og vettlinga, sjálfandi eins og hrísla. Ég er allavega þakklát fyrir hitaveitukerfið sem ég hef núna, þótt að það mætti oft blása aðeins minna innum gluggana.
Heiða aftur til hamingju með afmælið þitt, hlakka til að heyra af Rómarferðinni. Það verða væntanlega sögur af góðum mat :)
Heyðru og... já það er spurning hvenær ég læt sjá mig. Um leið og ég finn flug á góðu verði. Hef ekki fundið flug undir 10þús isk ennþá.
Fyrirgefðu mér feimnina, ég er sú sem kommenteraði á síðasta kafla hjá þér um laufin án þess að kynna mig. Datt inn á síðuna hjá þér einhvernvegin og hef komið við annað slagið ... er líka búsett í Köben.
Hæ Skotta, engin ástæða til að vera feimin. Ég hef gaman af öllum kommentum, ekki síður þegar vitleysurnar í mér eru leiðrétta :)
alltaf gaman að líta við hjá þér sif mín!
vona að þú hafir það best og að við hittumst á árinu
kv
sandra dögg
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim