23.2.2006

Langt síðan síðast!

Um daginn fór ég út í búð að kaupa sódavatn sem ég hafði gleymt að kaupa þegar ég fór fyrr um daginn. Ég gekk beint að sódavatnsdeildinni og setti 7-8 1/2 lítra flöskur í körfuna mína. Þá fékk ég þá góðu hugmynd að kaupa salsasósu til að eiga með nachoflögum sem ég átti heima. Ég var hinsvegar ekki eins örugg með hvar salsasósudeildin var þannig að ég ráfaði hálvegis um aðalganginn til að kíkja inn og sjá hvar líklegast væri að finna salsasósu. Ég fann hana fljótlega og þar sem ég stend sigri hrósandi með krukkuna í hendinni finnst mér eins og ég sé rennandi blaut á sköflungnum hægra meginn. Ég átta mig ekki alveg á þessu og hristi fótinn eins og til að athuga hvort hann myndi þorna.
Ég lít í kringum mig á gólfið, sé að það er allt rennandiblautt líka og átta ég mig á því að vatnið kemur úr körfunni minni. Rétt í því kemur að mér stelpa og spyr hvort að ég sé í röð. Ég sé að ég gæti allt eins staðið i röðinni en er svo mikið að hugsa um hvað ég eigi að gera í þessu vatnsmáli að ég kem ekki upp orði, heldur bæði kinka kolli og hristi haus. Ég athuga í skyndi hversu margar flöskur leka, bara ein og hún það hefur ekki lekið nema 1-2 dl úr henni. Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við hana, ég fer aftur í sódavatnsdeildinna skipti leku flöskunni út fyrir nýja og fer í röð. Þar sem stend í röðinni tek ég eftir því að gólfið í búðinni lítur út eins og einhver hafi sprautað yfir það með brunaslöngu, lít aftur niður á skálmina mína og sé að hún er blaut frá skóm og hálfa leið upp á hné. Um stund leið mér eins og skemdarvargi, eins og ég hefði ráðist inní búðina vopnuð sódavatni til að gera hana subbulegri.

3 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Hehehhehe... þú ert nú meira krúttið ;)

5:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þú ert ágæt.
KV Yrsa Brá

11:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Æ takk fyrir að deila þessu með okkur!!!!
sá þetta alveg fyrir mér

svo bíður mar eftir að sjá plakat um sódavatns-terroristann á flugvöllum

lifðu heil!!

sandra dögg

1:53 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim