Ammælisdagar
Þá er síðasta árið sem ég er nær því að vera 30 en 40 hafið.
Af því tilefni hef ég fagnað nokkuð að undanfarið.
Á laugardaginn var ég prinsessa eina kvöldstund umvafin góðu fólki. Mér var boðið í æðislegan mat, ég kom með bestu súkkulaðiköku sem ég hef á ævinni bakað og svo var setið og spjallað fram á nótt. Ég vil meina að norðurljósin hafi gert undantekningu og skinið hér mér til heiðurs (ekki alveg allir sammála mér í því).
Á sjálfan ammælisdaginn fór ég út að borða og í bíó með leigusalanum, annað frábært kvöld.
Vegna mikilla vangaveltna og vandræðagangs hef ég tekið ákvörðun: Þegar 29. febrúar heiðrar mig ekki, þá er opinber ammælisdagur minn 28. febrúar! Fólk var farið að vandræðast með þetta hér í byrjun feb. og ég stóð mig að því að vera komin í vafa líka en nú er komin niðurstaða.
Af því tilefni hef ég fagnað nokkuð að undanfarið.
Á laugardaginn var ég prinsessa eina kvöldstund umvafin góðu fólki. Mér var boðið í æðislegan mat, ég kom með bestu súkkulaðiköku sem ég hef á ævinni bakað og svo var setið og spjallað fram á nótt. Ég vil meina að norðurljósin hafi gert undantekningu og skinið hér mér til heiðurs (ekki alveg allir sammála mér í því).
Á sjálfan ammælisdaginn fór ég út að borða og í bíó með leigusalanum, annað frábært kvöld.
Vegna mikilla vangaveltna og vandræðagangs hef ég tekið ákvörðun: Þegar 29. febrúar heiðrar mig ekki, þá er opinber ammælisdagur minn 28. febrúar! Fólk var farið að vandræðast með þetta hér í byrjun feb. og ég stóð mig að því að vera komin í vafa líka en nú er komin niðurstaða.
4 Ummæli:
Til hamingju með daginn um daginn. Greinilega skemmtilegur dagur eða dagar. Allt gott héðan úr Norðurárdalnum.
Til hamingju með daginn....
frænkan í UK
Ekkert að þakka... Þ.e. fyrir norðurljósin :)
Nú var það þér að þakka?!?!
Geturu verið svo sætur að senda mér svoldið af vori? Ég yrði ofsalega þakklát.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim