6.4.2007

Munur að hafa allt í plús

Eitt af því sem hefur komið mér á óvart við að verða mamma er að ég er ekki eins mikill sjónvarpssjúklingur og ég hélt ég væri. Fyrir utan það að ég varla horft á sjónvarp síðan Kristín Björg fæddist þá steingleymdi ég að pæla í því að survivor væri í sjónvarpinu í kvöld, og þá er nú fokið í flest skjól. Ég ætla nú samt ekki að gefa sjónvarp alveg uppá bátin og ef hún heldur áfram að sofa svona vært þá næ ég að horfa á survævorinn á plúsinum eftir 25 mín.

Kristín Björg: http://www.barnaland.is/barn/58713

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með snúlluna Sif mín, já og fallega nafnið hennar. Ég er búin að skoða allt sem hægt er á síðunni hennar. Daman er alveg yndisleg!
Hlakka til að sjá ykkur.

Lilja Jóna

2:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku Sif
Innilega til hamingju með dömuna! Kveðja Harpa Guðfinns.

9:38 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim