og þau fjúka
jú, hér gengur allt eins og það á að ganga.
Mér gengur misvel að tileinka mér nýju matarsiðina, er aðeins of kræf í að bítta og skipta út og inn því sem hentar mér en passa þó að ég sé að fá nokkurnvegin þá orku sem ég þarf í heildina, þ.e. hvorki of lítið né of mikið. Og viti menn, ég er búin að missa 800 gr til viðbótar sem gera 5.7kg í heildina og þar með er fyrsta markmiðinu náð, þ.e. 5kg og gott betur. Nú læt ég mér hlakka til að komast í -10kg.
Lítið annað að frétta, hef að mestu haldið mig heima við, Kristín er búin að vera meira og minna veik í 10 daga, allavega nóg til að ég hef ekki viljað vera á ferðinni með hana í þessum óveðrum.
Er hætt...
Mér gengur misvel að tileinka mér nýju matarsiðina, er aðeins of kræf í að bítta og skipta út og inn því sem hentar mér en passa þó að ég sé að fá nokkurnvegin þá orku sem ég þarf í heildina, þ.e. hvorki of lítið né of mikið. Og viti menn, ég er búin að missa 800 gr til viðbótar sem gera 5.7kg í heildina og þar með er fyrsta markmiðinu náð, þ.e. 5kg og gott betur. Nú læt ég mér hlakka til að komast í -10kg.
Lítið annað að frétta, hef að mestu haldið mig heima við, Kristín er búin að vera meira og minna veik í 10 daga, allavega nóg til að ég hef ekki viljað vera á ferðinni með hana í þessum óveðrum.
Er hætt...
2 Ummæli:
Gerði þetta í gærkveldi, kom vel út og meira segja kallinn var sáttur. Ég margfaldaði hana svo allir fengju nóg.
120 g kjúklingalundir eða bringur
steikt upp úr smá olíu, karrý og hænsnakrafti (vel af karrý). Lét þetta krauma í smástund og hrærði af og til. Skar niður 150 g kúrbít, 100 g papriku og 50 g lauk og bætti á pönnuna og setti svo smá vatn 1-2 dl. og lét þetta malla í 20-25 mín. Kryddaði reyndar aðeins þá líka með salti og pipar. Að lokum er 1/2 epli niðurskorið sett á pönnuna og svo setti ég Delphi smurost ca 25 g (15g fita)og jafnaði hann út á pönnuna. UMMM mjög gott. Í uppskriftinni átti reyndar að setja sýrðan rjóma og maisena og nota þá 170 g kjúlla, en ég breytti og setti Delphi-inn í staðinn. Hitt ábyggilega gott líka
Takk kærlega, ætla einmitt að hafa kjúkling á morgun, prófa þetta :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim