uppvask
Jæja, þá hef ég fyllt árin 36 og hef hafið ævintýri 37. aldurárs míns. Mér finnst alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að lifa. Það er svo margt skemmtilegt sem mig langar að gera að það eru enganvegin nægilega margar klst. í deginum eða dagar í vikunni þannig að það sem mér finnst aðeins leiðinlegra situr á hakanum. Það er í raun fyrirtak nema að sumt af því leiðinlega þarf að gera á endanum. Núna t.d. bíður mín 2gja daga uppvask í vaskinum. Kristín sagði barnapíunni áðan að mamma sín þyrfti að vaska upp þannig að ég verð að gera ráð fyrir að nú sé komin tími til að setja á mig gúmmíhanska. Mig bráðvanta uppþvottavél, ef einhver á uppþvottavél á lausu vinsamlegast látið mig vita :) Ég var einu sinni harður andstæðingur uppþvottavéla, fannst þær bara fyrir hina lötu. Það var þegar ég var í skóla og borðaði sjaldan nokkuð sem þurfti meira en 1 pott til eða 1 símatal (svona rétt eftir mánaðarmót). Núna langar mig mikið í uppþvottavél og líka bæði ryksugu og skúringa róbot. Mér finnst að lífið geti bara orðið betra ef maður á þessi 3 tæki.
Æ núna ætla ég að vaska upp
Æ núna ætla ég að vaska upp
1 Ummæli:
ég veit að tæki geta hjálpað manni að græða tíma, en það er samt eitthvað zen-hugleiðslulegt í að þrífa stafla af diskum og öðru leirtaui. fullt af sápu, notarlegt volgt vatn að gutla í og sjá: skítugir diskar verða skínandi hreinir. Uppvask er minnst leiðinlega húsverkið finnst mér. Ásamt að brjóta saman þvott, líka zen í því. Gólfskúringar og ryksjúganir: Viðbjóður!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim