Rasismi?
Um daginn sótti ég um vinnu í uppvaski. Ég hringdi og það var tekið við mig viðtal í gegnum símann (á dönsku). Maðurinn sagði mér strax að þau hefðu lent í vandræðum með að ráða útlendinga en vildi sjá hversu góð danskan mín væri. Ég skildi allt sem hann sagði og gat svarað öllum spurningum sem hann lagði fyrir mig.
Honum fannst danskan mín samt ekki nógu góð til að taka 100% þátt í samræðum og hafa það huggulegt Í PÁSUM. Hann sagði að hinu starfsfólkinu myndi bara líða illa ef ég skildi ekki allt. Svo spurði hann mig hvenær ég væri búin með skólann og ég sagði honum það, þá varð hann alveg rosalega feginn og sagði að þetta væri það flókið starf að ég þyrfti að binda mig í minnst ár, það væri svo mikið álag á starfsfólkinu að vera að kenna starfið fyrir nokkra mánuði.
Hann toppaði svo alveg sjálfan sig þegar hann kvaddi mig e-ð á þessa leið: En endilega ef einhver af dönsku bekkjafélögum þínum vantar vinnu þá biddu þau um að hringja í mig, þú ert nefnilega sú eina sem hefur hringt!!!
Honum fannst danskan mín samt ekki nógu góð til að taka 100% þátt í samræðum og hafa það huggulegt Í PÁSUM. Hann sagði að hinu starfsfólkinu myndi bara líða illa ef ég skildi ekki allt. Svo spurði hann mig hvenær ég væri búin með skólann og ég sagði honum það, þá varð hann alveg rosalega feginn og sagði að þetta væri það flókið starf að ég þyrfti að binda mig í minnst ár, það væri svo mikið álag á starfsfólkinu að vera að kenna starfið fyrir nokkra mánuði.
Hann toppaði svo alveg sjálfan sig þegar hann kvaddi mig e-ð á þessa leið: En endilega ef einhver af dönsku bekkjafélögum þínum vantar vinnu þá biddu þau um að hringja í mig, þú ert nefnilega sú eina sem hefur hringt!!!
4 Ummæli:
Díseshvað er svona erfitt við að vaska upp ég nú bara spyr.
kv Yrsa Brá
Alveg ótrúleg þröngsýni...hahaha...vertu bara fegninn alveg örugglega hundleiðilegur vinnustaður..
kv.Jóna Gréta
velkommen til Danmark!
tak skal du ha´ Heiðrún!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim