24.8.2005

Vantar islenska stafi i title

Hér er fínt að vera. Blöðrur á fótum, þreyta í höfði, góð dýna til að sofa á...

Búin að vera í skólanum að taka þátt í kynningarvikunnni. Það er fólk af alskonar stærðum, gerðum og litum, frá fullt af löndum og flestum trúarbrögðu. Dagskráin hefur verið misspennandi og ekki alltaf jafn áhugaverð.
Í gærkveldi var okkur skiptinemum boðið í danskan kvöldmat... frikkadellur, kartöflusalat og jarðaberjaterta.
Í kvöld var ansi fín kennsla í dönskum þjóðdönsum þar sem allir náðu að gera sig hæfilega að fífli og skemmta sér konunglega.

Sól í hjarta, blíða í borg

3 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Ummm... og gaman gaman. Ég var einmitt að læra færeyska þjóðdansa um daginn, í Noregi, og það var mjög spennandi.

11:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Loksins er ég tengdur þér órjúfanlegum böndum. Getum farið að deila sameiginlegri reynslu af dönum, spönum, skíta rönum.
Kv
Gunni

5:54 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Gaman að heyra í ykkur elskurnar.
Þjóðdansar eru frekar fyndnir, danskir eru ekki góðir fyrir jafnvægisskynið.
Já Gunni við getum farið að deila reynslu okkar af dönum, ég held áfram að vera fullviss um að það sé fullt af skemmtilegum dönum í heiminum, á reyndar eftir að kynnast þeim.

7:11 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim