13.9.2005

Í dag ætlaði ég að gera ýmislegt en gerði lítið af því. Ég gerði hinsvegar flest af því sem ég ætlaði að gera á morgun.
Það gerðist eitt í dag sem ég hefði helst viljað að hefði aldrei gerst: ég komst að því að það búa kakkalakkar hér á kolleginu. Ojbarasta. Líklega ekki í byggingunni sem ég bý í en þeir eru að dreifa sér um allt þessi andskotar. Ég er að reyna að finna eitthvað jákvætt við kakkalakkaskratta en dettur ekkert í hug. Er eitthvað jákvætt við svona sníkjudýr?
Ég ætla bara að bíta á jaxlinn og halda áfram að brosa.

4 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Ussuss-suss!
Bara lagið: La kúkaratsjah! La kúkaratsja! Lalalalalalala...
Eða eitthvað @#%/?*%

11:38 f.h.  
Blogger Sif sagði...

hahah, það er kannski helst að syngja bara á þessi kvikindi ef þau láta sjá sig. Það flýja flest önnur dýr þegar ég byrja að syngja :)

1:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kakkalakkar.....hafa augun lokuð á meðan maður kveikir ljósin...bíða í 1-2 mín...Vá engir kakkalakkar...
virkar ef maður hefur engin önnur ráð..

7:00 f.h.  
Blogger Sif sagði...

þetta er reyndar trixið sem ég nota. Varð mjög góð í því gegn silfurskottunum á Holtsgötunni.
Held samt að það séu ekki komnir kakkalakkaskrattar í íbúðina sem ég bý í, ekki ennþá allavega.

En hver ertu anonymous með fína ráðið?

7:21 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim