17.10.2005

Vilníus

Átti alveg einstaka helgi í Vilníus.
Hún byrjaði reyndar á 3 klst seinkun þannig að við vorum ekki komnar á hótel fyrr en í myrkri. Vörðum föstudagskvöldini í að skoða okkur aðeins um í miðborginni og fá okkur gott að borða.
Laugardagur:
ráfað um miðborgina,
túristavarningur(og það var verslað pínu smá),
snarl borðað hér og þar,
dómkirkjan skoðuð og þar lentum við óvænt í brúðkaupi,
snérum okkur til lukku á flís sem markaði annan endann á söng byltingunni 1989.
Um kvöldið var einstök matarupplifun á frönskum veitingastað, ég hef sjaldan lent í öðru eins. Staðurinn sjálfur var líka mjög sérstakur og ég hafði það lengi vel á tilfinningunni þar inni að ég hefði gengið inní hjarta Litháensku mafíunnar. Frábært kvöld.
Á sunnudaginn fórum við beint á mjög lókal markað þar sem hreinlega allt milli himins og jarðar var í boði, allt frá kettlingum að eldhúsinnréttingum, antik hnífapör til feik merkjavöru. Stemningin alveg ótrúlega skemmtileg.
Litháar eru með eindæmum yndælt fólk og Vilníus borg sem mig langar að skoða betur.

1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Passaðu þig bara ;) og góða skemmtun.

9:54 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim