Tímaleysi
Mannfólkið hefur verið ofsalega duglegt við að finna uppá nytjahlutum og óþarfa síðustu öldina eða svo. Það er komin ljósmyndatækni, útvarp, sjónvarp, tölvur, jája og tæki sem sameinar þetta allt saman, menn eru farnir að skjótast til tunglsins, rækta mat á ofurhraða, lækna hina ýmsu sjúkdóma og ég veit ekki hvað og hvað. Hvenær ætli maður geti lengt sólahringinn, já eða barasta vikuna, þegar mikið liggur við?
Mig vantar svona tímalengingartæki eða eiginlega tæki sem gerir tímann í alvöru afstæðann. Lengi lifi tíminn!
Mig vantar svona tímalengingartæki eða eiginlega tæki sem gerir tímann í alvöru afstæðann. Lengi lifi tíminn!
6 Ummæli:
Mig vantar líka svona tæki.... annars er gæti ég nú notað tímann betur þegar mikið er að gera (t.d. að lesa ekki bloggsíður hjá vinum og vandamönnum (þó að það sé nú nauðsynlegt stundum))
einmitt, það væri bara hægt að nota tímann í það sem er algjörlega nauðsynlegt (eins og að læra) en það er bara ekkert gaman.
Ég væri til í svona tæki. Af því að ég þjátist af heimþrá þessa dagana myndi ég byrja á að flýta tímanum þannig að allt í einu væri kominn 20 des. Svo myndi ég setja á slow það sem eftir lifir árs.
ég sé að það væri hægt að nota svona tæki á ýmsa vegu, ekki bara til að græða tíma. Af hverju er ekki búið að finna uppá þessu?
Við gerum bara eitthvað í þessu, brain-stroming fundur á Bergstöðum sem fyrst bara.
just say when, ég mæti. Við verðum að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim