Æbleskiver
Um daginn ákveð ég að -go native- og keypti frosnar æbleskiver til að fá smakk af dönskum jólum. Ég fór alveg eftir leiðbeiningum við upphitunina og fékk mér svo smakk. Ég var nú ekkert voðalega hrifin, skildi eiginlega ekkert í þessu bakkelsi og hafði alveg mínar hugmyndir um hvernig ég myndi breyta uppskrifinni til að gera þetta gums ætilegra. Í gærkvöldi fór ég að undra mig á þessu við meðleigjenduna og auðvitað á maður að borða æbleskiver með flórsykri og sultu. Hvernig datt mér annað í hug? Ofninn var hitaður á nýjan leik og ég hef nú ekkert út á uppskriftina að setja, húrra fyrir gúmilaðinu!
4 Ummæli:
Já hipp hipp húrra fyrir dönskum jólum, fyrir danskri hönnun, fyrir dönskum kvikmyndum, fyrir dönsku konugsfjölskyldunni, fyrir dönsku smörbrauði, fyrir dönsku súkkulaði, fyrir dönsku brennivíni, fyrir dönskum julefrokost, fyrir dönskum eplum og appelsínum, fyrir Dönum, fyrir danskri tungu og síðast en ekki síst fyrir danskri systir minni.
áfram húrra fyrir Dönum... og skeplaívur eru góðar...
kv.
Arnar Thor
Og húrra fyrir ykkur og okkur!!!
Skítt með sultu og flórsykur. Maður borðar heitar eplaskífur (án eplabragðs) með vanilluís og smá súkkulaðisólu (y)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim