Lítill heimur
Það er svo gaman hvað heimurinn er stundum lítill og krútlegur. Í gærkvöldi fór ég í dönskutíma með öðrum hóp en venjulega og hitti þar af leiðandi fullt af nýju fólki. Við fórum út eftir tíma og ég átti eitt skemmtilegasta kvöld í langan tíma. Það er svoooo gaman að tala við fólk allstaðar frá, með ólíkan bakgrunn og ólík viðhorf. Í hópnum var m.a. finnsk stelpa sem var skiptinemi í mannfræði í Barcelona á sama tíma og ég, ótrúlega lítill heimur. Við munum ekki eftir að hafa hitt hvor aðra en það gerir þetta bara meira spennandi, núna hittumst við hér.
Áðan keypti ég flugmiða til Íslands, skelli mér bara beint úr prófi uppí flugvél þann 21. desember og lendi seinnipartinn.
Jeiii, hlakka til að fara í jólafrí.
Áðan keypti ég flugmiða til Íslands, skelli mér bara beint úr prófi uppí flugvél þann 21. desember og lendi seinnipartinn.
Jeiii, hlakka til að fara í jólafrí.
4 Ummæli:
Ég hlakka ofsalega mikið til að hitta þig ;)
Og ég þig!!!!!!!!!!!!!!!!
og ég ykkur...
Og ég þig!!!!!!!!!!!!!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim