18.3.2008

Vor í lofti

Í gærkvöldi fór ég á einleikinn Pabbann með og eftir Bjarna Hauk, alveg hrikalega fyndin sýning. Mér finnst hann gera foreldra hlutverkinu mjög skemmtileg skil og ekki síst alveg frábær ádeila á margt í samfélaginu. Það var gaman að komast loksins á leiksýningu, það var orðið allt of langt síðan síðast.
Kristín Björg heldur áfram að vera í banastuði í leikskólanum sínum. Hún er svo félagslynd og kát og finnst svo gaman að vera innan um fullt af fólki. Síðustu tvo sunnudaga hefur hún alveg verið að mygla á mér, á sunnudaginn fékk ég stelpu til að fara aðeins út að ganga með hana og til að leika aðeins við hana inni. Það var ekki nóg fyrir ungfrúnna og seinna um kvöldið komu gestir sem hún ætlaði bara ekki að sleppa út úr húsi nema að fá að fara með. Hún er algjört æði hún Kristín.
Rýrnuni var 300gr þessa vikuna, mikið vill meira eins og sagt er og í fyrsta skiptið finnst mér þetta bara alls ekki nóg :) núna telst mér til að 9.5kg séu farin og ég get ekki beðið eftir að ná 10 kg markinu.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæhæ bara kvitta :)
hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið suður (hvenær sem það verður) :)
kv Yrsa Brá

11:15 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim