27.8.2005

hjolaveisla

Ég tók gærdaginn í að skoða mig aðeins um. Fór í ævintýraferð um borgina með strætó og komst að því að strætó virkar vel og strætó bílstjórar ekkert of stressaðir til að útskrýra strætó reglur og leiðir fyrir útlendingum, allt mjög afslappað. Í gærkvöldi fór ég svo í skoðunarferð um kolegið og komst að því að það væri hægt að vera hér lengi án þess að fara nokkurntíman út undir ferskt loft. Héðan er innangengt í þvottahúsið, íþróttasalinn, tölvusalinn, barinn, pizzeriuna og örugglega e-ð meira. Á göngunum eru nammi og gossjálfsalar, símasjálfssali og ég veit ekki hvað og hvað. Engin ástæða til að fara of langt ef þannig liggur á manni.
Í morgun eignaðist ég rautt og fagurt hjól fyrir slikk og þegar það verður búið að laga einn ventil (sem gerist líklega bara rétt á eftir) verð ég endanlega til í hvað sem er. Hitt hjólið sem var búið að bjóða mér verður líka gangsett og verður þar með vara- og gestahjól ef á þarf að halda.
Núna er sommerfest í gangi hér úti, ætla að kíkja á það...

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

I like the way you have laid out your Blog! I am currently working on one
myself when I find time from creating new sites. It's about

trout fishing tip
- Have a look if you have time

12:18 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim