Þvottahúsið og ég
Planið gekk upp að hluta á laugardaginn, fékk popp og gosdrykk en tóks ekki að horfa á frábæra bíómynd. Hélt því bara áfram í leit minni að góðri mynd og komst loksins í DVD afspilunartæki sem réði við texta og horfði loksins á Blinkende Lygter sem er alveg stórkostleg mynd. Þar með sló ég tvær flugur í einu höggi, fékk bíó og æfði mig í dönsku og gott ef ég er ekki þegar orðin miklu betri.
Annars tók ég helgina bara mest í að vera löt og lærði pínku smá inná milli. Í dag er ég hinsvegar ekki búin að vera löt, verslaði í matinn, var að klára verkefni sem ég er búin að senda af mér og þvoði þvott.
Það hvíla einhver álög á mér varðandi þetta þvottahús hérna því ég virðist alltaf breytast í vanvita þegar ég stíg þar inn. Það er sko svona kort sem maður fær sem maður stingur í rauf og velur þá vél sem maður ætlar að nota með því að ýta á takk. Vélarnar eru númeraðar með mjög stórum stöfum og takkarnir sem maður ýtir á eru mjög vel merktir líka en samt tekst mér nánast alltaf að gera einhver mistök, setja þurkara í gang í staðinn fyrir þvottavél og öfugt eða ýta á neyðarrofa í stað þess að ýta á play og þá fara vélarnar alveg í baklás. Svona eyði ég því í vitleysu stórum hluta af mánaðarlegum þvottaskammti.
Í dag setti ég t.d. þvott í vélar 1 & 2 og var mjög ánægð með að hafa fengið svona auðveld númer að muna og alveg viss um að nú gæti ég ekki gert nein misstök. Fór og ýti á takka 1&2 en ekkert gerðist með vélarnar mínar. Ég gekk fram og til baka að takkaborðinu sem gaf til kynna að vélarnar væru í gangi, opnaði og lokaði vélunu, ýtti oft á play en ekkert gerðist. Það var þarna stráklingur sem var búinn að horfa frekar undarlega á mig allan tímann en var nú farinn að horfa á mig alveg glaseygður. Ég ákvað því að gefast upp og setja bara í nýjar vélar og í þann mund sem ég er að troða í nýja vél sá ég misstökin sem ég hafði gert... ég hafði borgað á vitlausu takkaborði... ég tróð þvottinum bara aftur í vél 1 borgaði á réttum stað og gekk stolt út. Sá í gegnum gluggan að hinar vélar 1&2 voru komnar af stað fullar af þvotti þannig að ég hef sett á aðra umferð fyrir einhvern heppinn námsmann sem fékk þvottinn sinn tvíþveginn í dag. Ég hinsvegar er tveimur vélum fátækari og enn staðfastari í þeirri skoðunn minni að ég og þetta þvottahús eigum ekki samleið.
Annars tók ég helgina bara mest í að vera löt og lærði pínku smá inná milli. Í dag er ég hinsvegar ekki búin að vera löt, verslaði í matinn, var að klára verkefni sem ég er búin að senda af mér og þvoði þvott.
Það hvíla einhver álög á mér varðandi þetta þvottahús hérna því ég virðist alltaf breytast í vanvita þegar ég stíg þar inn. Það er sko svona kort sem maður fær sem maður stingur í rauf og velur þá vél sem maður ætlar að nota með því að ýta á takk. Vélarnar eru númeraðar með mjög stórum stöfum og takkarnir sem maður ýtir á eru mjög vel merktir líka en samt tekst mér nánast alltaf að gera einhver mistök, setja þurkara í gang í staðinn fyrir þvottavél og öfugt eða ýta á neyðarrofa í stað þess að ýta á play og þá fara vélarnar alveg í baklás. Svona eyði ég því í vitleysu stórum hluta af mánaðarlegum þvottaskammti.
Í dag setti ég t.d. þvott í vélar 1 & 2 og var mjög ánægð með að hafa fengið svona auðveld númer að muna og alveg viss um að nú gæti ég ekki gert nein misstök. Fór og ýti á takka 1&2 en ekkert gerðist með vélarnar mínar. Ég gekk fram og til baka að takkaborðinu sem gaf til kynna að vélarnar væru í gangi, opnaði og lokaði vélunu, ýtti oft á play en ekkert gerðist. Það var þarna stráklingur sem var búinn að horfa frekar undarlega á mig allan tímann en var nú farinn að horfa á mig alveg glaseygður. Ég ákvað því að gefast upp og setja bara í nýjar vélar og í þann mund sem ég er að troða í nýja vél sá ég misstökin sem ég hafði gert... ég hafði borgað á vitlausu takkaborði... ég tróð þvottinum bara aftur í vél 1 borgaði á réttum stað og gekk stolt út. Sá í gegnum gluggan að hinar vélar 1&2 voru komnar af stað fullar af þvotti þannig að ég hef sett á aðra umferð fyrir einhvern heppinn námsmann sem fékk þvottinn sinn tvíþveginn í dag. Ég hinsvegar er tveimur vélum fátækari og enn staðfastari í þeirri skoðunn minni að ég og þetta þvottahús eigum ekki samleið.
6 Ummæli:
Alveg frábært, ég sé þig alveg fyrir mér vafrandi þarna um þvottahúsið. Nú hlýturðu að vera búin að læra þetta.
Veistu, ég myndi ekki stóla á það. Reyndar kemur örugglega ekki til með að reyna á það því það er bara kredit í 3 vélar í viðbót þennan mánuðinn og ætli ég láti ekki Sigga þær eftir, ég fer hinsvegar með poka út á næsta þvottahús eða geng í óhreinum fötum. (ég er búin að glata 4 vélum í þessum mánuði og smá krediti í þurkaraveseni; næstum helmingi af krediti mánaðarins samtals) Þetta er alveg hreint með ólíkindum
Gaman að vita að þú fylgist með mér. Ég kíki líka á þig þó ég sé ekki dugleg að kommenta, stefni að því að bæta mig í þeim efnum.
Hæ... var bara að komast að því að frænka bloggar. Gaman að fylgjast með.
Þóra Dögg
Þú ert algjör sykurmoli... vissirðu það?
Þú rúllar þessu vélum upp einhvern daginn, heldurðu það ekki ;)
Ég efast allavega ekkert um það.
Hæ Þóra, gaman að vita af þér þarna líka. Bloggar þú?
...
Ég hélt ég væri súkkulaðirúsina :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim