26.9.2006

kókópuffs

Það besta sem ég veit í dag er kókópuffs. Ég er búin að borða 3 skálar og mig langar í meira. Ég held að ég láti það ekki eftir mér að borða eina skál enn.


Og þó!

15.9.2006

strákurinn í ísbúðinni

Í dag fór ég í bestu ísbúð í heimi. Á undan mér í röðinni var uþb 12 ára strákur. Hann keypti sér ís fyrir 470 krónur og setti 30kr afgang sinn í bauk fyrir barnaspítala hringsins. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvað þetta væri góður strákur og hrósaði honum fyrir framtakið, hann sagði ekkert. Síðan datt mér í hug hvort hann hefði ekki nennt að vera með klink í vasanum og sú tilhugsun skelfdi mig.
Niðurstaðan er sú að það er ekki hægt að lesið eingöngu úr hegðun fólks.

13.9.2006

Allt að gerast, lítið að frétta

Mig langaði til að vera með glæsilega innkomu inn aftur eftir sumarfrí en er að átta mig á að ég er ekkert miklu frjóari nú en síðast.
Mér líður eins og ég hafi tapað sköpunargáfunni og ég finn hana ekki aftur. Mig langar samt til að venja komur mínar hingað á ný. Sjáum hvað setur.