12.5.2009

Verðandi amma

Hann Mosi minn sleit barnskónnum uppúr áramótunum og fór að eltast við læðurnar í þorpinu. Um daginn sást hann ekki nema endrum og eins þegar hann kom úrvinda heim, borðaði vel og svaf svo þar til hann hafði aftur orku til að stökkva út. Nú er svo komið að hann er sterklega grunaður um að vera búinn að gera í það minnsta tvær læðurnar kettlingafullar og styttist í got hjá þeim. M0si hefur hinsvegar verið í rólegri kantinum undanfarið og í raun svo rólegur að ég hef haft af honum dálitlar áhyggjur.
Kristínu Björgu var tíðrætt um tíma um litlu systur sína sem hún sagði að ætti heima í Reykjavík. Núna á hún von á svona sirka 5-10 litlum fósturbræðrabörnum, það hlýtur að létta af mér pressuna fram eftir sumri :)

Fyrir ykkur sem lesið, Heiða og Sverrir :) þá er ég á suðurleið um helgina og verð í viku, það væri gaman að hitta á ykkur.

og fyrir Heiðu á meðan ég man: www.kristinbjorg.barnaland.is

ég sendi þér snöggvast tölvupóst með inngangsorðinu

9.5.2009

Námsleyfi

Ég er komin í semí námsleyfi. Skottan er fyrir sunnan í góðu yfirlæti og ég hér fyrir vestan að komast í gírinn fyrir ritgerðarsmíðina. Það er komið jafnvægi á söknuðinn og ég fékk í hendurnar í gær það sem ég þarf að lesa til að koma mér af stað í skriftir. Í morgun gerði ég svo stofuna mína að vinnuaðstöðu en ekki leti, leik og knús aðstöðu þannig að nú er ekkert því til fyrirstöðu að ég einbeiti mér að þessu verkefni... og þá fer ég að blogga hahaha ... og hefst þá lesurinn :)