27.4.2005

mig dreymdi aftur klaka í nótt. Mér fannst það greinilega líka e-ð undarlegt í draumnum því ég rumskaði, komst að einhverri mjög merkilegtri niðurstöðu um þessa klakadrauma og sofnaði svo aftur. Núna man ég ekki neitt nema að mig dreymdi klaka.

26.4.2005

gaman þegar e-ð passar óvart!!!!
Your True Birth Month Is February



Sharp
Ambitious
Spendthrift
Loves reality
Loves freedom
Temperamental
Low self esteem
Honest and loyal
Abstract thoughts
Daring and stubborn
Changing personality
Showing anger easily
Intelligent and clever
Loves aggressiveness
Quiet, shy and humble
Learns to show emotions
Rebellious when restricted
Determined to reach goals
Superstitious and ludicrous
Dislikes unnecessary things
Realizing dreams and hopes
Too sensitive and easily hurt
Loves entertainment and leisure
Romantic on the inside not outside
Loves making friends but rarely shows it

klakar

mig dreymdi í nótt að ég lifði á því að búa til klaka. Ég var alveg með það á hreinu hvað meðal klakaneysla væri á íbúa osfrv. Það fylgdi því engin ánægja að búa til klaka, kannski vegna þess að ég vil helst ekki klaka út í drykki. Ætli svona draumur væri meira spennandi fyrir þá sem vilja ískalda drykki með mikið af klaka?

24.4.2005

sumarflugur

Ég hef alltaf haldið að það væri köttum eðlislægt að veiða. Kötturinn á hér á bæ hefur greinilega misst þá hæfileika í mannvæðingunni því í gær kom hún vælandi til mín til að ég losaði hana við pattaralega hunangsflugu sem var fyrir henni í stofuglugganu. Mér finnst rosalega aumingjalegt að vera köttur og geta ekki veitt.

19.4.2005

ólgandi haf

Fór að vinna óvænt í gömlu vinnunni minni á sambýlinu um helgina sem leiddi af sér að ég fór í bíó að sjá The Pacifier sem er frekar vond mynd sem leiddi svo líklega af sér að mig langaði til að sjá góða bíómynd og ég fór og leigði mér Jet Lag og The sea inside, báðar mjög fínar myndir. Seinni myndin, sem er sannsöguleg, fjallar um mann sem hálsbrotnar af því hann er að hugsa um stelpu (einfaldað), verður lamaður fyrir neðan háls og ver næstu 28 árunum í að reyna að fá að deyja. Það er skelfileg tilhugsun að vilja fá að deyja en geta ekki drepið sig og fá engann til að hjálpa sér. Þó að myndin sé mjög góð finnst mér vanta heilmikið uppá að það sé lögð meiri áhersla á hversvegna hann vill deyja. Myndin fjallar miklu meira um lífið en dauðan og það er kannski þannig sem hún er að leggja áherslu á af hverju hann vill deyja... allavega báðar þess virði að sjá.

17.4.2005

Sko

Tókst það ómögulega í gær, að skila verkefni á réttum tíma og vera ekki í neinu stressi með það. Mér finnst ég vera orðin voða þroskuð. Það fylgdi þessu skrýtin tilfinning, næstum eins og ég hafi ekki skilað verkefninu því að ég hef aldrei, að ég man, skilað (einstaklingsverkefni) sem ekki hefur fylgt adrenalínkikk í fæðingu. Lykillinn að þessu er meðal annars sá að ég gerði mér endanlega ljóst um daginn að mér finnst gott að læra í almenningssamgöngum, prófaði því bókasafnið í Kelflavík. Það sem er svo gott þar að það er næstum eins og almenningsamgöngur (þótt ferðin sé ekki mikil) þar sem fólk kemst upp með alskonar inní lestrasal, þar er matur úr öllum fæðuflokkum snæddur sem og drykkir af ýmsum styrkleika, óáfengir og áfengir og mikið ráp og hæfilegt ónæði. Það sem ég fíla ekki við bókasöfn almennt er þessi gífurlegi heilagleiki og grafarþögn sem reynt er framfylgja. Húrra fyrir bókasafninu í Keflavík!!!
Mér líður frekar undarlega með það hvað ég er að fíla Keflavík þessa dagana, mér finnst barasta allt fínt hér, meira að segja alveg viss um að veðrið er ekkert betra annarsstaðar þessa stundina. Að flæða í núinu er það sem máli skiptir.

7.4.2005

menningarferðamenn

Mér fór allt í einu að leiðast svoldið, er búin að vera með höfuðið á bólakafi í vekefni í allan dag og fékk svo bara allt í einu nóg.
Hvað og hvernig finnst ykkur við geta boðið túristunum sem koma hingað upp á meiri menningu???
Eigum við að halda áfram að bjóða eingöngu uppá Light nigths ógeðið ár eftir ár, eða getum við með góðum hætti selt þeim einhverjar aðrar sviðslistir?
Hvað getum við selt þeim annað en náttúru, fyllerí og gamlar sögur????
Ætli það sé í alvöru ekkert merkilegt að gerast hér sem einhver vill kaupa (eð bara fá gefins ef hann kemur sér til landsins)??
Haldið þið að útlendingar hafi áhuga á þorpshátíðunum okkar, fjör við sjóinn, er það heillandi?

6.4.2005

Ferð og hugmyndaflug

Núna er ég komin vestur á Bíldudal, ákvað að skreppa og læra og læra, og hitta pabba og frú. Kom við bæði á Bifröst og Grundarfirði á leiðinni, mjög gaman og skemmtilegt. Ég er samt að komast að því að ég er að verða of mikið borgarbarn, hef áhyggjur af færð á vegum og finnst ég verða komin voða langt frá siðmenningunni.
Hér er ég svo stödd með ýmsa svartfugla tegnundir (það væri hægt að halda að ég þekkti nöfnin, en...) út á sjó fyrir neðan hús, haninn er með unglingaveiki og 7 hænur við hliðina á húsinu (og ég á enn eftir að spæla mér nýorpið egg) og jarmandi rollur fyrir ofan hús. Það er kannski ekki nema von að mér finnist siðmenningin langt undan.
Í fyrrinótt gerði feikivont veður, ég glaðvaknaði um miðja nótt og það fór um mig nokkur hrollur. Lætin í hafinu voru ógurleg, það kvein í óþéttum gluggunum og ég varð sem snöggvast mjög meðvituð um að húsið stæði við fjallsrætur.
Það eru svaka fínar líkamsræktargræjur hér sem ég hef aðgang að og ég er búin að vera dugleg við að hlaupa á bretti og gera góðar æfingar. Ég held ég sé loksins búin að fatta kikkið við að hlaupa á bretti og get því nú hér með látið af fordómum mínum í garð innanhússgöngum og drifið mig í líkamsrækt þegar ég kem aftur suður, ég ætla nú samt að halda áfram í sundboxinu með.
Annars er borgarefinn þrautseigur í mér, spáin er ekkert sérlega glæsileg og ég er með bílinn á sumardekkjunum í Grundarfirði, ég er búin að sætta mig við að komast kannski ekkert á Bifröst um helgina, heldur vera bara aðra helgi á Snæfellsnesinu. En svei og svei, ég tek bara því sem koma skal öllu saman með bros á vör.
Niðurstaðan er nú sú að ég er búin að vera dugleg að læra, kraftur og einbeitning streymir innanfrá með hjálp frá kyrðinni, fjöllunum og hafinu, ég held bara að ég nái að klára flest sem ég setti mér fyrir þó að listinn hafi verið langur. Húrra!!!!!