11.6.2008

Allt í sóma

Það er ótrúlegt hvað það er auðvelt að gleyma sér og blogga ekki. Kannski er ég bara svona bloggari sem þarf að hafa allavega eitthvað eitt til að skrifa um eins og t.d. rýrnun, mér sýnist það svona. Hún rýrnuni gengur reyndar hægt. Ég bætti nú aðeins á mig á tímabili en er aftur komin á skrið og ég vona að ég komi rýrari undan sumri.
Við höfum það það bara svaka fínt mæðgurnar. Alltaf jafn kátar og glaðar. Kristín farin að labba og labba, ég farin að hjóla og hjóla. Er að bíða eftir barnastól á hjólið og hlakka ferlega til að fara með littla skott út að hjóla og sjá hvernig hún bregst við.
Ég sé fram á að vera að mestu bara hérna fyrir vestan í sumar. Við eigum von á töluvert af gestum og ég ætla að geyma mér flakka að mestu þar till seinna. Æ, við höfum það bara eitthvað svo ágætt.