6.11.2009

föstudagskvöldið mitt

Frétti um daginn að það væru jafnvel fleirri en 2 sem lesa. Hégómin hefur knúið mig til skrifta en hef lítið að segja að verða miðnætti á föstudagskvöldi. Það hefðu nú reyndar einhverntíman þótt fréttir að ég gæti með naumindum haldið mér vakandi fram yfir miðnætti og væri komin á fætur fyrir 9 allar helgar. Dagskrá helgarinar er líka frábrugðin þéttbýlishelgardagskrá; sund, klassískir tríó tónleikar, sunnudagaskóli, lúðrasveitartónleikar og matarbingó. Inní þetta fléttast kannski kökubakstur fyrir sóknarnefndina og heimsókn til ættingja. Að mörgu leiti á þetta ágætlega við mig en ég hlakka svakalega til að geta fengið mér þó ekki nema almennilegan kaffibolla á almannafæri við og við.
Barnið kallar, sefur illa...