9.6.2007

Ofurhetja

Um daginn átti ég við ofurhetjur í daumi mínum. Batman stóð uppá Aðalstöðinni sem var jafn stór og mér fannst hún vera þegar ég var 5 ára og lagði skaut hann línu eins og Spiderman alla leið upp að kaupfélaginu í stóru blokkinni. Þar var einhver önnur ofurhetja sem ég man ekki hver var. Ég stóð akkúrat þannig að ég sá vel til beggja aðila og það hefur örugglega verið mín ofuhetjutendens í þessum daumi. Að öðru leiti man ég ekki um hvað draumurinn snérist en mér fannst gaman að leika með öðrum ofurhetjum um stund.

Síðu Kristínar Bjargar er líka hægt að nálgast á:
http://www.kristinbjorg.barnaland.is/