24.8.2008

Aðalbláberjageðveiki

Það er svo mikið af berjum hér um allar hlíðar að það er bara rugl.
Ég byrjaði að týna fyrir tæpum mánuði síðan og kom þá stolt heim í fyrsta sinn með tæpan lítra af blönduðum berjum (aðalbláber, bláber og krækiber) og fannst það æðislegt út á skyrið.
Sama kvöldið fór ég út og týndi kannski 2 lítra bara af aðalbláberjum og fannst ég hetja og bjó til 2 krukkur af sultu. Síðan hef ég getað leyft mér þau forréttindi að týna bara aðalbláber af því að mér finnst þau best.
Daginn eftir réði ég með mér 2 stelpur bæði til að leika við Kristínu og til að hjálpa mér að týna smá. Þá týndum við alveg helling, örugglega 5 litra og þá bjó ég til meiri sultu og frysti smá.
Svo fór ég nokkrum sinnum, náði að týna og bjóða í nokkrar berjaveislur fyrir sunnan og svo á leiðinni heim aftur týndi ég og bjó til sultur og frysti líka. Mér fannst ég hin mesta búkona.
Svo, og sko svo... var mér bent á það einn daginn að hægt væri að týna aðalbláberin með týnu og það sem meira er að mér var lánuð týna.
Í gær fór ég og týndi vaskafat af aðalbláberjum á rétt rúmum klukkutíma. Fór svo heim og bjó til 2,5 lítra af saft og niðursauð nokkrar krukkur og á svo fullt afgangs til að fryst. Í morgun bjó ég til aðalbláberjalummur og drakk aðalbláberjasaft.
Í dag fór ég aftur og týndi vaskafat af aðalbláberjum, og get ekkert gert við þau nema að frysta þar til ég hef nælt mér í krukkur og eitthvað til að búa mér í haginn.
Mér finnst ég búa við svo mikil forréttindi að ég er að springa.