23.4.2009

Gleðilegt sumar

Skráði mig í dag á sammala.is í tilefni sumarsins. Hef enn miklar efasemdir um hvernig ég eigi að verja atkvæði mínu á laugardaginn. Kannski að ég éti það bara. Varla það getur ekki farið verra með mig en stjórnarhættir undanfarinna áratuga.
Litla skott alltaf í stuði, valdi með mér fötin á sig í gær og leit út eins og illa skreytt jólatré. Hún var samt ekki sammála mér því hún tók út lúkkið og sagði svo brosandi; skemmtilegt :)
Hún er skemmtileg og klár.
Í dag ætlum við á sumargleði í snjónum þar sem sú stutta mun væntanlega standa á sviði í fyrsta sinn. Ég hlakka til.
Takk fyrir veturinn.

1.4.2009

2. ára gull

Litla gullið mitt er 2. ára í dag og í tilefni dagsins var hún sérlega árrisul. Hún var spennt að opna pakkann og lék sé um stund. Hún er samt ekki alveg að skilja af hverju hún er ekki lengur 1. árs og vill helst vera það áfram ef ég spyr. Hún var mjög hugsi yfir morgunmatinn, horfði til fjalla og sagði:
Ég ekki uppá fjall, bara Mosi uppá fjall. Ekki veit ég hvað hún átti nákvæmlega við en ekki verri pæling en hver önnur til að byrja þriðja árið á :)