jæja, þá er ég komin heim aftur að heiman.
Búin að vera á fullu að læra fyrir próf síðan ég kom, er að fara í fyrramálið í síðasta prófið mitt í þessu námi vona allavega að ég nái. Síðan er það bara eitt stykki lokaritgerð og vörn á henni. Ég hlýt að rúlla því upp.
Ísland var annars dásamlegt. Ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og fór út á land. Mikið svakalega er nú Ísland alltaf fallegt!
Núna er ég enn ruglaðri en áður varðandi hvar ég vil búa. Mér fannst Ísland frábært og var alveg á því að vilja bara flytja aftur. Svo lenti ég hér og mér finnst Kaupmannahöfn algjört æði og vil líka búa hér. Það virðist vera alveg hreint næstum til vandræða hvað heimurinn er nú skemmtilegur.
Þetta kemur allt í ljós. Núna ætla ég bara að ákveða klukkan hvað ég ætla að vakna í fyrramálið og læt svo framtíðina ráðast af sjálfri sér.