28.2.2007

Að nenna II

Núna nenni ég sko öllu. Þyrfti aðeins lengri dag, fleiri þvottavélar, 8 arma og fleirri matartíma.
Ég er loksins komin í stuð til að elda góðan mat. Bjó mér til Sushi í gær sem ég var búin að bíða mjöööög lengi eftir, núna er ég að baka köku, jájá.
Nú er það spurning um að nenna eða nenna. Eina sem mig vantar er pínu nenna til að fara í sund og út að labba. Rétt á eftir ætla ég samt í jóga, svona þegar ég er búin að kippa kökunni úr ofninum.

22.2.2007

Að nenna

Þessi dekurrófufærsla er búin að vera efst á blaði of lengi. Ég hef bara einhvern vegin ekki fundið tilefni til að skrifa undanfarið. Um leið og ég er sífellt meira fyrir blessuðu barninu sem er farið að finnast þröngt um sig þá fyllir það hug minni meir og meir í réttu hlutfalli við plássleysið í kviðnum.
Annars er ég enn í banastuði, er búin að minnka töluvert við mig vinnuna og bíð eftir að hreiðurgerðarstigið komi yfir mig. Ég hlakka voðalega til að nenna að laga til og breyta og bæta en ástandið er þannig að ég nenni með naumindum að vaska upp og þvo af mér þvott. Eitt er það hinsvegar sem ég nenni alveg og það er að liggja í baði. Núna er komið að þeirri stund dagsins.

12.2.2007

Að yngja upp

Í gær var mér (okkur barninu) færð gjöf - nýr bíll!!!
Hann er náttúrulega ekki glænýr en hann er nýji bíllinn minn og töluvert yngir en gamli bíllinn. Ég er eiginlega enn orðlaus og um leið og ég er ótrúlega hrærð og full þakklætis finnst mér ég hljóma eins og dekurdúkka að segja frá því að pabbi minn og frú hafi gefið mér bíl.
En ég er ekki dekruð, í alvöru.

6.2.2007

Móðusýkin

Ljósan sannfærði mig um það í mæðraskoðun í dag að ég er ekki móðursjúk þannig að ég er þá bara móðusjúk og við henni er bara ein lækning.

4.2.2007

Það styttist og styttist

Þá eru bara 5-9 vikur eftir miðað við það sem eðlilegt telst. Ég ætla að reikna frekar með nær 9.
Undanfarið hefður bæði móðursýku og móðusýki verið partur af lífi mínu.

Móðursýkin felur m.a. í sér áhyggjur af hreyfingum barnsins eða réttarasagt hreyfingarleysi barnsins sem hefur valdi mikill neyslu af grænum frostpinnum undanfarið (og barnið löngu orðið ónæmt fyrir kuldanum sem þeir valda)

Móðusýkin er viðvarandi og síversnandi ástand sem orsakar hæga hugsun og minnisleysi á öllum sviðum sem ekki snerta ástand mitt. Kosturinn við þetta hugarástand er að ég upplifi það í sífellu að þegar ég er að reyna að muna eitthvað hverfur öll hugsun, ÖLL hugsun. Þetta er nokkuð sem ég hef aldrei upplifað áður og er ágætis tilbreyting frá því að vera með stanslausar flóknar hugsanir í gangi.

Þetta er fyndið og skemmtilegt ástand