Í dansskóla
Í haust byrjaði ég í konu salsa. Mér finnst það mjög gaman. Það var ekki fyrr en í 3ja tíma eða svo að ég fattaði að ég var í danskóla Heiðars Ástvaldssonar, alveg eins og þegar ég var krakki. Allt í einu fór -ein, tveir, þrír og krossa- að hljóma ansi kunnuglega. Svo gleymdi ég því í margar vikur að ég væri í danskóla Heiðars Ástvaldssonar þar til núna í síðasta tíma þá fengum við allar hláturskast. Þá leið mér aftur eins og ég væri 5 ára, alveg hreint ótrúlega gaman.
Ég vona bara að það verði framhaldsnámskeið eftir jól.
Ég vona bara að það verði framhaldsnámskeið eftir jól.