18.11.2007

Í dansskóla

Í haust byrjaði ég í konu salsa. Mér finnst það mjög gaman. Það var ekki fyrr en í 3ja tíma eða svo að ég fattaði að ég var í danskóla Heiðars Ástvaldssonar, alveg eins og þegar ég var krakki. Allt í einu fór -ein, tveir, þrír og krossa- að hljóma ansi kunnuglega. Svo gleymdi ég því í margar vikur að ég væri í danskóla Heiðars Ástvaldssonar þar til núna í síðasta tíma þá fengum við allar hláturskast. Þá leið mér aftur eins og ég væri 5 ára, alveg hreint ótrúlega gaman.
Ég vona bara að það verði framhaldsnámskeið eftir jól.

5.11.2007

einmitt og akkúrat

þá er ég formlega búin í sumarfríi enda ekki seinna vænnar þar sem jólin fara bara að nálgast þrátt fyrir að vorið sé svo til ný yfirstaðið
Jamm og já
fyrr en varir verður komið vor aftur