25.4.2006

Kef/Rey

Er búin að hitta fullt af skemmtilegu fólki og hafa það gott bæði í Keflavík og stórborginni.
Núna ætla ég í leikhús

23.4.2006

Keflavík

Er komin til Keflavík city.
Ennþá hafa strepptókokkar og aðrar innrásaverur yfirhöndina en ekki mikið lengur, ég nenni þessu ekki. Annars er ég ekki viss um að ég þori út því með reglulegu millibili falla ísklumpar á stærð við bláber af skýjum ofan. Inn á milli skín sólin. Það er eins og veðurguðirnir séu að reyna að lokka fólk út og ráðist svo á þá sem láta glepjast.
Jú annars, ég þori og ég vil.

Íslenska númerið er virkt.

20.4.2006

fimmtudagur til... hvað var það nú aftur?

... var það til frama? Allavega var þessi dagur vonandi til frama eins og svo margir aðrir.

Þetta hefur nú aldeilis verið langur dagur.

Vaknaði rúmlega 5 til að klára verkefni sem ég skilaði af mér um hádegi.

Eftir að hafa verið með mikil óþægindi í hálsinum í rúmar 3 vikur fékk ég loksins tíma hjá lækninum og fékk streptókokkadóm, streptókakkar kreptókokkar, og er svo komin með flensu ofan í allt saman. Ég og leigusalinn sitjum nú í sitthvoru herberginu og hnerrum í kór.

Á leiðinni til læknisins sá ég ótrúlega sætan skota í fullum skrúða. Hann var með loðhúfu og gráar fléttur sem stungust undan húfunni. Hann studdi sig við regnhlíf til að styðjast sig við og leit út fyrir að vera á leiðinni að versla. Það er svo ótrúlega gaman að sjá allskonar fólk.

Nú er bara alveg að koma miðnætti og ég er enn ekki nógu syfjuð til að fara að sofa enda fékk ég mér fegrunar- og heilsublund í dag.

19.4.2006

Endurnærð

Ég kom alveg svoleiðis endurnærð úr sveitinni að ég er búin að læra og læra. Núna ætla ég að læra og læra meira enda ekki annað í boði þar sem ég þarf að skila stóru verkefni á morgun.

Hér eru 2 myndir úr sveitinni

Húsið - Frostebo



Vatnið - Ken

17.4.2006

Vahá

Ég er nýkomin úr sveitaferðinni frá Svíþjóð. Þvílík gleði, hamingja og afslöppun.
Var lengst upp í sveit í litlu rauðu húsi við vatnið Ken, umvafin tjám og viltum dýrum.

Nú er ég bara of þreytt til að segja ferðasöguna, bæti kannski úr því á morgun.

Ný uppgötvun: Mér finnst gaman að ferðast með lestum

13.4.2006

Ég er búin að vera í Tívolí í allan dag. Prófaði öll tækin sem komin eru í gang og flest oftar en einu sinni... og tvisvar. Mér líður eins og líffærin í mér hafi hvert um sig fundið sér nýjan stað í líkamanum. Ég er sæl og glöð.
Í fyrramálið held ég í sveitaferð til Svíþjóðar. Í sumarhús sem er eins og klippt út úr Astrid Lindgren bók, með fljótandi sauna útá vatni og ég veit ekki hvað og hvað. Er meira að segja með íslensk pákskaegg í farteskinu.
Endalaus sæla.

Ég óska mér og ykkur til hamingju með páskafríið


Verð með íslenska númerið mitt í símanum

12.4.2006

Í tilefni dagsins

You Are Animal

A complete lunatic, you're operating on 100% animal instincts.
You thrive on uncontrolled energy, and you're downright scary.
But you sure can beat a good drum.
"Kill! Kill!"


Þetta er svo gaman!

11.4.2006

karlmannlegir sokkar

Í nótt dreymdi mig samræður um eitt af sokkapörum mínum. Þessir sokkar þóttu með eindæmum karlmannlegir.
Áðan þegar ég opnaði sokkaskúffuna voru þetta fyrstu sokkarnir sem ég sá. Ég ætla að vera í þeim í dag.

10.4.2006

Mánudagur

Ég átti yndislega helgi í sveitinni. Slappaði vel af og borðaði góðan mat. Fór í göngutúr niður að strönd, skoðaði rústir af víkingaþorpi og virki. Slappaði meira af og las í góðri bók. Ég spilaði líka þýskt baunagarðaræktunarspil sem var alveg ferlega skemmtilegt. Svo borðaði ég smá meira, las og slappaði meira af.
Þegar ég kom til byggða fór í bíó.
Mér líður eins og það sé komið vor.

7.4.2006

Föstudagur

Það er föstudagur
Sólin skín
Ég er búin að fara á bókasafnið
Bíll hefur verið leigður

Er að fara uppí sveit:

Með skemmtilegu fólki
Í finnskan bjálkakof(a)
Með finnskri sauna
Á danskri strönd
Og góðum mat
...

Góða helgi

5.4.2006

Síðasti tíminn?

Sat í skólanum í gærmorgun og hélt að nú væri ég kannski að upplifa síðasta kennslutímann minn í háskólanámi. Í lok tímans fór kennarinn að tala um dagskránna í næstu viku, og ég hélt að þá væri komið páskafrí.
Mér fannst gaman að sitja kannski "síðasta" tímann minn og vona að næsti kannski síðasti tíminn minn verði jafn skemmtilegur. Kannski var tíminn í gær sá síðasti þrátt fyrir að það eigi að vera tími í næstu viku.
Það sannast enn og aftur að það á aldrei að segja aldrei.
Allir möguleikar eiga að vera opnir.