... var það til frama? Allavega var þessi dagur vonandi til frama eins og svo margir aðrir.
Þetta hefur nú aldeilis verið langur dagur.
Vaknaði rúmlega 5 til að klára verkefni sem ég skilaði af mér um hádegi.
Eftir að hafa verið með mikil óþægindi í hálsinum í rúmar 3 vikur fékk ég loksins tíma hjá lækninum og fékk streptókokkadóm, streptókakkar kreptókokkar, og er svo komin með flensu ofan í allt saman. Ég og leigusalinn sitjum nú í sitthvoru herberginu og hnerrum í kór.
Á leiðinni til læknisins sá ég ótrúlega sætan skota í fullum skrúða. Hann var með loðhúfu og gráar fléttur sem stungust undan húfunni. Hann studdi sig við regnhlíf til að styðjast sig við og leit út fyrir að vera á leiðinni að versla. Það er svo ótrúlega gaman að sjá allskonar fólk.
Nú er bara alveg að koma miðnætti og ég er enn ekki nógu syfjuð til að fara að sofa enda fékk ég mér fegrunar- og heilsublund í dag.