23.7.2006

Fordómar

Mér finnst alveg ferlega ómerkilegt að Big heiti John eftir allt saman. Hann verður eitthvað svo óspennandi fyrir vikið. Ætli sé hægt að vera með nafnafordóma?

20.7.2006

Gleðileg leiðindi

Þá er mér loksins farið að leiðast smá í Keflavík. Ég var með sanni farin að hafa áhyggjur af því hversu róleg ég hef verið undanfarnar 2 vikur. Núna langar mig að baða mig í höfuðborginni og skoða náttúru landsins. Vá hvað er gott að vera orðin eins og ég á að mér.

18.7.2006

Kúkur

Þá er ég loksins komin með nettengingu sem ræður við bloggfærslur...
Það er búið að vera áhugavert að vera í Keflavík undanfarið. Minningar úr barnæsku hafa komið upp í hugann. Um daginn gekk ég í gegnum skrúðgarðinn og var að velta fyrir mér hvað hann var miklu flottari og stærri í gamla daga, áður en hluti af honum var tekin undir viðbyggingu sjúkrahússins. Þá varð ljóslifandi minningin um að hafa kúkað á bak við runna sem voru þarna í einni brekkunni. Ég mundi líka hvað mér var rosalega mál að kúka þennan dag og hversu gott það var að sleppa við að gera í buxurnar. Svo mundi ég líka hversu flugurnar voru fljótar að koma sér fyrir á kúknum því ég hafði ekki vit á að krafsa yfir hann. Frumþarfirnar geta svo sannarlega verið eftirminnilegar.

8.7.2006

Farvel København

Þá er ég bara komin til Íslands!

3.7.2006

Rómantík

Kaupmannahöfn hefur svo sannarlega kosið að kveðja mig með mjúku faðmlagi og sætum kossum. Hver klukkustund er næstu yndislegri þessa dagana.
Ég man ekki lengur af hverju ég er að fara til Íslands... eftir of fáar klukkustundir og enn færri daga.