Ég er með frunsu og hor í nefinu
Ég er með astma og slím í lungunum
Ég er með hamborgara, hnetur og súkkulaði í maganum
Ég er með sól í hjartanu
Ég skrapp aðeins til útlanda um helgina, var veik helmingin af tímanum og minna veik og himinlifandi hinn helminginn. Ég elska að ganga um götur borgar sem iðar af lífi og fjölbreytileika. Ég er sannfærðari um það nú en nokkru sinni að það hentar mér illa að búa og starfa í Keflavík city. Ég stend samt sátt við þá ákvörðun mína að vera hér fram eftir næsta ári... sannfærð um að einhver stórborgin bíði mín áður en langt um líður.