29.11.2006

...

Lífið er alveg hreint ljómandi fínt þrátt fyrir að ég virðist hafa glatað hæfileikanum til að vaska upp og almennt að taka til í kringum mig.

23.11.2006

sjitt

Úff hvað ég vildi að það væri heimsending á kókópuffsi

21.11.2006

Í fyrramálið

Í fyrramálið get ég sofið 20 mínútum lengur en venjulega á virkum dögum.
Mér líður eins og ég hafi unnið í happadrætti.

20.11.2006

nokkrar sortir

Fyrir nokkrum árum ákvað ég að baka smákökur fyrir jólin, henda í eina sort eða svo. Ég stóð við það með því að kaupa tilbúið amerískt deig sem ég skar niður í skífur.
Undanfarið hef ég fundið jóla andann hellast yfir mig. Ég er enn að berjast við að hleypa honum að af fullum kraftir enda vil ég alls ekki vera komin með leið á jólunum löngu áður en þau skella á. Í staðin ákvað ég að baka nokkrar sortir og skreyta kannski í byrjun desember. Mér fannst þetta mjög fullorðinsleg ákvörðun. Núna hefur bakaraofninn hinsvegar sagt upp störfum og ekki von á nýjum alveg í bráð. Ég hugsa að ég fullorðnist ekki svo mikið fyrir þessi jól.

19.11.2006

englasnjór

Slenið hefur algjörlega heltekið mig undarnfarna 2 mánuði. Ég hélt að það væri bara endalaus flensa en svo minntist ljósan á járn skort við mig á þriðjudaginn og ég fór strax og undir eins og fjárfesti í slíku. Viti menn, ég reis á þriðja degi aftur upp frá máttleysi og þreytu. Krafturinn var ótrúlegur á fyrstu 2 orkudögunum mínum, hef verið aðeins latari síðan sökum kulda.
Í dag fylltist ég svo þakklæti fyrir allan kuldann undanfarið því ég varð ekki vitundarögn pirruð yfri snjónum. Mér finnst snjórinn fallegur og saklaus. Ég dreif mig út í göngutúr.

1.11.2006

Ég er með

Ég er með frunsu og hor í nefinu
Ég er með astma og slím í lungunum
Ég er með hamborgara, hnetur og súkkulaði í maganum
Ég er með sól í hjartanu

Ég skrapp aðeins til útlanda um helgina, var veik helmingin af tímanum og minna veik og himinlifandi hinn helminginn. Ég elska að ganga um götur borgar sem iðar af lífi og fjölbreytileika. Ég er sannfærðari um það nú en nokkru sinni að það hentar mér illa að búa og starfa í Keflavík city. Ég stend samt sátt við þá ákvörðun mína að vera hér fram eftir næsta ári... sannfærð um að einhver stórborgin bíði mín áður en langt um líður.