31.12.2006

Tímamót?

Þá er síðasti dagur ársins runninn upp og hann er alveg hreint ágætur eins og megnið af því ári sem er að líða.

Ég óska ykkur gæfu og hamingju á komandi árum og þakka liðnu árin




25.12.2006



Gleðileg jól kæru vinir

22.12.2006

Jólafríið

Þá er ég loksins loksins komin í jólafrí.
Það er alveg dásamleg tilfinning.

17.12.2006

Jólatréið

Ég hef eignast mitt fyrsta jólatré og er algjörlega hugfangin. Ég er sannfærð um að þetta er fallegasta jólatré í heimi. Já, ég varð svo uppmeð mér á meðan ég var að skrifa þetta að ég ákvað að smella barasta af því mynd:



Annars er þetta jólatré í stærra lagi, bæði er það mjög mikið um sig (eins og eigandinn) þannig að það tekur stóran hluta stofunnar og eins er það einnig mjög lágreist (eitthvað annað en eigandinn) þannig að það komast ekki margir pakkar beinlínis undir það. En fullkomið er það og mér finnst ég ógurlega fullorðin eftir að hafa fært jólin svona í hús. Um daginn bakaði ég líka, og á föstudaginn eignaðist ég fyrsta jóladiskinn minn, já og um daginn bjó ég til minn fyrsta aðventukrans (hann sést líka á myndinni) ég hef bara aldrei verið svona jólaleg, ha.
Ég er jólastelpan í ár, það er ekki spurning.



5.12.2006

Draumar

Draumfarir mínar hafa verið með eindæmum fullar af ævintýrum og undarlegum aðstæðum upp á síðkastið. Ég hef verið föst í sjávarborg, verið hundelt klæpakvendi og í nótt var í nauðug innleidd í glæpagengi undir stjórn Al Pacino´s.
Ég þarf svo sannarlega ekki að horfa á sjónvarp þessa dagana.

1.12.2006

1. des

Ég er eins og nýjsleginn túskyldingur eftir að hafa farið í hárgreiðslustofuheimsókn í dag. Mér líður fullkomlega í takt við vaxandi jólabrjálæði sem er að ná yfirhöndinni hér í bæ. Það er mjög hughreystandi að sjá gamalkunnar skreytingar skjóta upp kollinum útum allan bæ og spennandi að fylgjast með þeim nýju.