20.4.2007

Vefbækur

Mér finnst það nú hálf fyndið að ég hafi gert mér vonir um að ég gæti haldið úti vefbókum bæði fyrir mig og Kristínu. Það sem hefur hinsvegar gerst er að ég skrifa bara hreint ekki neitt á hvorugum staðnum. Reyndar finnst mér oftast fremur tíðindalaust, lítið um að fínar kelllur eða skrýtnir kallar hafi orðið á vegi mínum og fjöldi brjóstagjafa og kúkableyja finnst mér þunnar fréttir utan veggja heimilisins. Þetta er þrátt fyrir það afar spennandi allt saman og hver dagur þrunginn dramatískum plottum og uppákomum.

Ég er búin að setja inn nýjar myndir:

http://www.barnaland.is/barn/58713/

12.4.2007

fín frú

Í gær brugðum við mæðgurnar okkur bæjarleið með Irmu og Þorgeiri sem er í raun ekki í frásögufærandi nema hvað fín frú varð á vegi mínu. Ég lagði þann ósóma fyrir mig að stoppa á börgerkíng til að fá mér feita ameríska hraðmáltíð og fyrir aftan mig í röðinni var frú í fínni kanntinum sem var með fjölskylduna í beinni í símanum að lesa matseðilinn og taka niður pantanir. Frúin góða ætlaði nú mest að fá salöt og baguette borgara. Afgreiðslustelpan sagði henni þá að því miður væri væri baguette brauðið búið hjá þeim. Fína frúin varð þá æfa reið og sagðist hafa borðað á börgerkíng um víða veröld og aldrei lent í öðru eins. Hún bað því næst að fá að tala við yfirmanninn á vakt sem vildi svo illa til að var eldri maður af erlendum uppruna sem var ekki nógu góður í íslensku til að svara svívirðingum þessara veraldarvönu fínu frú.
Það sem ég skil ekki er hvað í ósköpunum fólk er að gera á börgerking ef það vill salöt og samlokur úr baguette brauði.

6.4.2007

Munur að hafa allt í plús

Eitt af því sem hefur komið mér á óvart við að verða mamma er að ég er ekki eins mikill sjónvarpssjúklingur og ég hélt ég væri. Fyrir utan það að ég varla horft á sjónvarp síðan Kristín Björg fæddist þá steingleymdi ég að pæla í því að survivor væri í sjónvarpinu í kvöld, og þá er nú fokið í flest skjól. Ég ætla nú samt ekki að gefa sjónvarp alveg uppá bátin og ef hún heldur áfram að sofa svona vært þá næ ég að horfa á survævorinn á plúsinum eftir 25 mín.

Kristín Björg: http://www.barnaland.is/barn/58713

5.4.2007

barnaland að komast í gang

Ég er búin að setja nokkrar myndir inn
http://www.barnaland.is/barn/58713/
lykilorðið er þorpið þar sem hann pabbi minn á heima.

Annars bara allt gott að frétta. Kristín Björg er algjört ljós og allra manna hugljúfi. Ég fór aðeins með hana út í vagn áðan í kvöldmat til Stínu ömmu og hún kippti sér ekkert upp við það.
Ég ætla að reyna að vera dugleg að bæta inn myndum og dóti á síðuna hennar á morgun og næstu daga, hér ætla ég svo að reyna að halda áfram að flytja fréttir af mömmuleiknum.

Það hafðist

Ég náði nú ekki alveg að eignast barn þarna á laugardeginum en á sunnudaginn komi í heimin þessi líka yndislega stelpa sem hefur fengið nafnið Kristín Björg. Hún var 16 merkur og 52 sm og bara mjög vel gerð á allan hátt. Við komum heim í gær og ég veit eiginlega ekki hvorri okkar finnst það betra. Kristín Björg sefur og drekkur eins og herforingi og er algjör engill. Svo að hún sé nú kona með konum þá er ég að vinna í að gera handa henni síðu sem kemst vonandi í gagnið seinna í dag eða á morgun. Ég hendi slóðinni hér inn.