Vefbækur
Mér finnst það nú hálf fyndið að ég hafi gert mér vonir um að ég gæti haldið úti vefbókum bæði fyrir mig og Kristínu. Það sem hefur hinsvegar gerst er að ég skrifa bara hreint ekki neitt á hvorugum staðnum. Reyndar finnst mér oftast fremur tíðindalaust, lítið um að fínar kelllur eða skrýtnir kallar hafi orðið á vegi mínum og fjöldi brjóstagjafa og kúkableyja finnst mér þunnar fréttir utan veggja heimilisins. Þetta er þrátt fyrir það afar spennandi allt saman og hver dagur þrunginn dramatískum plottum og uppákomum.
Ég er búin að setja inn nýjar myndir:
http://www.barnaland.is/barn/58713/
Ég er búin að setja inn nýjar myndir:
http://www.barnaland.is/barn/58713/