27.9.2007

Í sumarfríi

Þá er ég búin í fæðingarorlofi og ætli megi ekki segja að ég sé byrjuð í sumarfríi. Allavega verður það orlofsgreiðsla sem ég lifi af fram að áramótum.

Mér finnst það alveg hrópandi óréttlæti að hún Kristín mín hafi ekki sama rétt og flest önnur börn og hafa foreldri heima hjá sér til 9 mánaða aldurs. Það er alltaf verið að tala um rétt barna þetta og hitt en þegar kemur að einhverju eins og fæðingarorlofi þá er réttur barna ekki mikils metin. Ef pabbi hennar Kristínar væri dáinn þá fengi ég fæðingarorlof í 9 mánuði en af því að hann býr erlendis þá fæ ég bara 6 mánuði þrátt fyrir að hann eigi hvergi rétt. Mér finnst að ÖLL börn eigi að hafa sama rétt, ekki bara flest. Mér finnst alveg ömurlegt að þurfa að setja hana svona litla til dagmömmu, þrátt fyrir að vera svo heppin að hafa fengið dagmömmu hálfan daginn eins og ég kaus helst.
Núna er ég bara þakklát fyrir að hafa verið í fæðingarorlofi yfir sumartímann þannig að ég get verið heima hjá henni hálfan daginn eitthvað áfram.

23.9.2007

Hún húsmóðirin ég

Puttarnir á mér hafa verið að skrælna upp undanfarið. Þeir springa og verða sárir og stundum blæðir úr einstaka. Ég nefndi þetta við lækni fyrir nokkrum vikum og hann sagði mér bara að vera dugleg að bera handáburð. Ég hef verið mjög dugleg við að bera handáburð og samt eru puttarnir bara verri ef e-ð er. Ég ákað að flétta í hinni mætu bók Hverju svara læknirinn til að athuga hvað þar væri að finna um skorpna putta. Þar var lýsing sem átt vel við puttana mína og var sjúkdómsheitið -húsmæðra fingur-
Ef þetta er formleg víglsa í húsmæðrahlutverkið þá gef ég ekki mikið fyrir það

19.9.2007

Draumurinn

Í nótt dreymdi mig að ég væri í heimsókn hjá vinkonu minni. Hún hafði gefi Kristínu 2 alveg eins kjóla, annan of lítinn en hinn of stórann. Það var fleira fólk þarna í heimsókn. Þegar ég fór að gera mig klára fyrir heimferð spurði vinkonan mig önug hvort ég ætlaði ekki að þrífa gólfin áður en ég færi. Ég svaraði því til að ég væri nú búin að vaska upp og laga svoldið til en mér ditti ekki til hugar að fara að þrífa gólfin hjá henni þar sem ég nennti ekki einu sinni að þrífa gólfin heima hjá mér. Þá horfði hún á mig og sagði með mikilli fyrirlitningu; einmitt það!

17.9.2007

morgun stund

sjúkkit, ég var ekki vakin fyrr en klukkan hálf átta í morgun... ég verð að viðurkenna að ég var hálf sjokkeruð yfir þessu hálf sjö dæmi.
Hálf átta er fínt, ég samþykki það.

16.9.2007

Ég er hætt að vera hissa

Ég hef verið bæði undrandi og hissa á því hversu fáir virðast kíkja á þessa síðu mína en núna rétt áðan þegar ég skrollaði niður sá ég af hverju; innan við 10 færslur á síðustu 5 mánuðum. Ég yrði nú ekkert rík þótt mér yrði borgaður 500 kall fyrir hvert orð sem ég er búin að skrifa undanfarna mánuði.
Núna ætla ég í alvörunni að taka mig á. Þar sem ég er forfallinn fídbakk fíkill vil ég endilega biðja ykkur sem enn kíkjið hinga öðru hvoru að kommenta e-ð svo ég verði svaka dugleg. Jájá, þetta er bara svona, smá gulrót handa ösnunni.

Og já, ég plataði syfjuna pínu og er bara ekki enn farin að gera mig klára í háttinn, en núna ætla ég að skunda af stað.

að vilja eða ekki vilja!

Þá hefur kvæði mínu verið vundið í kross (eða hvernig sem maður beygir þetta nú :) ) og ég hef verið gerð að A manneskju. Þetta ferli hefur tekið nokkra mánuði og í raun var komið aftan að mér með þetta allt saman og fótaferða tími hægt og bítandi verið að færast nær og nær nóttinni. Í morgun brá mér þó illilega í brún þegar ég vaknaði nokkuð hress kl. 6:30, já ég sagði 6:30. og var búin að fá mér morgunmat, fara í sturtu, gera okkur mæðgur klárar fyrir veisluferð, skrifa tölvupóst, koma þeirri litlu út í vagn, gera jóga og örugglega fullt annað fyrir kl 10 já, fyrir klukkan 10. Núna er klukkan 21:20 og líkaminn öskrar á hvíld en ég þrjóskast við af gömlum vana, sé ekkert vit í öðru en að vera komin uppí rúm fyrr en í fyrsta lagi uppúr miðnætti. En miðað við reynslu undanfarinna daga veit ég að ég læt undan á næstu 10-15 mín og verð skriðin uppí rúm fyrir kl 10 enda ekki vit í öðru þegar ég er orðin bullandi A manneskja í morgunsárið.

Heyrðu þá er hún komin, syfjan og ég ætla að hlýða henni,
góða nótt

11.9.2007

Af hverju?

Af hverju enda allar Ikea ferðir á pulsu, gosi og jafnvel ís?
Af hverju?