pakk og bræðsla
Ég er farin að halda að það vaxi dót inní skápunum hjá mér. Ég pakka og pakka en samt er alltaf eitthvað eftir í skápunum. Úffídídúff! Annars bara svoldið gaman að vera að flytja, er búin að festa kaup á nokkrum nýjum og notuðum hlutum í nýja húsið og get bara ekki beðið eftir að koma mér fyrir. Þetta er bara allt að skella á. Merkilegt hvað það er einhvernvegin meira að flytja svona þegar maður er komin með litla manneskju með sér á ferðalagið.
Annars gengur lífsstílsbreytingin alveg glymrandi vel. Í síðustu viku bræddi ég 3 og 6/10 þyngdar smjörs af mannafitu. Skelfilegt þegar þetta er sett svona upp en það fóru sem sé 1800 gr til viðbótar og það eru svo mikið sem 8kg í allt á 5 vikum. Þetta er með ólíkindum alveg hreint. Ég er vongóð um að þetta eigi eftir að ganga ljómandi áfram þótt að það verði spennandi verkefni að fá skemmtilegt og ferskt grænmeti fyrir vestan.
Núna þarf ég hinsvegar að koma mér í háttinn svo ég hafi orku til að klára að flokka, pakka og stafla á morgun.
Annars gengur lífsstílsbreytingin alveg glymrandi vel. Í síðustu viku bræddi ég 3 og 6/10 þyngdar smjörs af mannafitu. Skelfilegt þegar þetta er sett svona upp en það fóru sem sé 1800 gr til viðbótar og það eru svo mikið sem 8kg í allt á 5 vikum. Þetta er með ólíkindum alveg hreint. Ég er vongóð um að þetta eigi eftir að ganga ljómandi áfram þótt að það verði spennandi verkefni að fá skemmtilegt og ferskt grænmeti fyrir vestan.
Núna þarf ég hinsvegar að koma mér í háttinn svo ég hafi orku til að klára að flokka, pakka og stafla á morgun.