Ströndin
Í dag fór ég á ströndina hér á Amager. Ég fékk símtal í hádeginu frá öðrum skiptinemum sem buðu mér með á ströndina, sögðust vera að einhverri lestastöð og hvað ég væri lengi að komast þangað. Ég hélt nú að hjólið mitt væri nógu gott þar sem ströndin væri hér við húshornið og sagðist bara hitta þau þar. Þegar ég koma á ströndina sá ég hinsvegar engann sem ég kannaðist við og hringdi í þau. Þá voru þau nú bara komin langleiðina til Svíþjóðar á einhverja strönd þar. Er til önnur strönd en ströndin "mín"???
Ég lék mér því bara við mávana og hafið í smá stund og fór svo að skoða hverfið aðeins betur. Næst ætla ég að muna að spyrja hvert fólk er nákvæmlega að fara því hér er greinilega meira en eitt af hverri sort.
Ég lék mér því bara við mávana og hafið í smá stund og fór svo að skoða hverfið aðeins betur. Næst ætla ég að muna að spyrja hvert fólk er nákvæmlega að fara því hér er greinilega meira en eitt af hverri sort.