Í gær komu lille bro og frú í frí. Ég sá leik á borði og tækifærði til að fá félagsskap í Himmelskibet, nýjustu atraksjónina í Tívolí. Ég hitti þau rétt við rætur skipsins um 10 í gærkvöldi. Ég hafði farið á hlaupum í gegnum mannhafið blinduð af spenningi og tilhlökun.
Ég dreif mig full af ákafa til að kaupa miða; einn, tvo, þrjá og fjóra, já og þann fimmta fyrir bro. 5x200 kr, 50 kr í afslátt þannig að samtals verð 950 dkr. Mér fannst það nú ekki mikið... skrýtnir miðar skutust út úr vélinni... 950 dkr var nú kannski svoldið mikið fyrir eina ferð... þó að ég hafi verið spennt.
Kom á daginn að ég hafði keypt 5 dagskort í Tívolí og eytt 13 þúsund ikr. Varði fram að lokun við þjónustuborðið.
Ég kíki bara á himnaskipið seinna, jájá.