30.6.2006

Tapað

Mér finnst eins og ég hafi tapað degi úr þessari viku.
Ég held það hafi verið þriðjudagurinn, ég er samt ekki viss.
Hún er allavega búin að vera of stutt.

28.6.2006

Diskó

Bremen klikkaði ekki. Rósum skreytt úthverfi, frábær útimarkaður, tignarlegur miðbær og 80's diskó. Á diskóinu voru í bland mótorhjólatöffarar og fólk með sítt að aftan. Þetta var dásamlegt að sumu leiti en stundum leið mér eins og ég væri stödd í Mike Leigh mynd og að einhver ofurdramatísk uppákoma væri rétt handan við hornið.

22.6.2006

Árás

Ég er komin áleiðis til Bremen. Er nú í miðju 40 tíma áfangastoppi í Óðinsvéum hjá kærum vini. Varð í gær fyrir áras hamsturs sem endaði með blóðbaði. Nú eru hamstrar kominir í flokk skæðustu dýra í mínum bókum.
Á morgun hefst Bremen bitte.
Verð með ísl. nr frá hádegi á morgun og fram á mánudagsmorgun.
Góða helgi

20.6.2006

Bremen

Fattaði það áðan á meðan ég var að horfa á auglýsingu fyrir niðurgangslyf að það er langt síðan ég hef verið hér. Þessi lyfjabransi er nú allsvakalegur þegar lyfjafyrirtækin eru farin að búa til flottar auglýsingar fyrir niðurgangslyf - allt á að selja, græða, græða, búa til lyf sem auðvelt er að selja í staðin fyrir að einbeyta sér að því að finna lyf við alvöru sjúkdómum. Viagra og appelsínuhúðabanar það er það sem hægt er að græða á.
Annars bauðst mér nokkuð óvænt í sumarfrí, svona fyrirfram er þetta óvæntasta og furðulegasta sumarfrí sem ég hef farið í, því ég er á leið til Bremen í Þýskalandi. Svona er lífið nú svakalega ófyrirsjáanlegt, aldrei hefði mér dottið til hugar að ég ætti eftir að fara til Bremen. Margir spyrja sig kannski, hvað í ósköpunum gerir maður í Bremen? Ég svara: hef ekki hugmynd, en get vonandi svarað eftir helgi.
Bremen! (ég get ekki einu sinni sagt nafni án þess að brosa)

16.6.2006

Himmelskibet

Í gær komu lille bro og frú í frí. Ég sá leik á borði og tækifærði til að fá félagsskap í Himmelskibet, nýjustu atraksjónina í Tívolí. Ég hitti þau rétt við rætur skipsins um 10 í gærkvöldi. Ég hafði farið á hlaupum í gegnum mannhafið blinduð af spenningi og tilhlökun.
Ég dreif mig full af ákafa til að kaupa miða; einn, tvo, þrjá og fjóra, já og þann fimmta fyrir bro. 5x200 kr, 50 kr í afslátt þannig að samtals verð 950 dkr. Mér fannst það nú ekki mikið... skrýtnir miðar skutust út úr vélinni... 950 dkr var nú kannski svoldið mikið fyrir eina ferð... þó að ég hafi verið spennt.
Kom á daginn að ég hafði keypt 5 dagskort í Tívolí og eytt 13 þúsund ikr. Varði fram að lokun við þjónustuborðið.
Ég kíki bara á himnaskipið seinna, jájá.

13.6.2006

Í gær var ég pölsa

Seinni partinn í gær hugsaði ég: ef maður er það sem maður borðar, þá er ég pulsa... og í allt gærkvöld leið mér eins og pulsu. Í morgun vaknaði ég og var þá laus við pulsuheilkennið og áttaði mig á því að ég hef bara borðað 2 pölsur síðasta hálfa árið. Það vill bara svo illa til að það var 2 daga í röð. Þetta er svipuð reynsla og þegar ég borðaði makkdónalds 2svar sama sólarhringinn. Mér leið á undarlegan hátt eins og ég væri raunverulega að umbreytast í biggmakk og franskar... ekki góð tilfinning.
Merkilegt hvernig slorið tekur yfir. Mér líður aldrei eins og ég sé jarðaber, belgbaunir eða kúrbítur, mér líður bara vel.

12.6.2006

Alltaf að læra

Í gær lærði ég að það tekur mig 10 mínútur að hjóla niður á strönd.
Núna er ég með sólroða bæði á nefi og öxlum. Er hægt að byðja um meira?

10.6.2006

hægri heili

Í morgun og gærmorgun hef ég búið mér til orkudrykk í morgunmat með frosnum jarðaberjum - þetta verður eiginlega að orkuís. Núna er ég með ískuldaverk í hægra heilahveli. Hvílík forréttindi að fá ís í morgunmat.

9.6.2006

hummmmmmmmmm

Þá er ég aftur komin í sama pakkann. Ég get bæði hugsað mér að búa á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Get ekki ákveðið, er samt eiginlega búin að ákveða... Um leið og það er pínu flókið að annarhvor staðurinn standi ekki uppúr þá er það líka ferlega notalegt að líða vel á báðum stöðum. Köben hefur þó yfirhöndina næstu vikuna því að það lítur út fyrir brjálað sumar eins langt og spáin nær.
Sjitt, hvað mér líst vel á það! (ritgerð hvað, ha?)

1.6.2006

Á leið til Íslands

Ég lendi í Keflavík eftir uþb 6 klst ef allt verður eftir áætlun og verð í viku. Verð mest vestur á fjörðum en þó e-ð í Reykjavík sití og Kef sití.
Verð með íslenska nr. fyrir þá sem vilja.
(-verð- er áberandi í þessari færslu!)