27.1.2007

Maís

Hrykalega er maís góður matur. Ég er ekki hissa á að beljurnar í USA séu svona feitar. Ætli þær fái líka smjör og salt með sínum maís?

25.1.2007

Draumur í dós

Mig langar að leggja allan heiminn að fótum mér.
Ég var að bóka fyrir mig og krílið með í ferð til Ítalíu í júní í góðri trú um að örlagadísirnar verði mér hliðhollar.

24.1.2007

Kellingabækur

Nei, þær ljúga sko ekki kerlingabækurnar sem ráðleggja að fólk fari ekki svangt út í búð að versla í matinn.
Nú á ég troðfullt eldhús af hollum og góðum mat og sé ekki fram á að hafa tíma í annað en að elda og borða næstu daga.

22.1.2007

Að stækka

Ég vissi að ég myndi vaxa um kviðinn
ég vissi að brjóstin myndu stækka
ég vissi meira að segja að fæturnir myndu mögulega stækka
ég vissi hinsvegar ekki að höfuðið á mér myndi stækka!!!

9.1.2007

þannig er það

Stundum þegar ég er að skoða bloggsíður fólks sem ég þekki fatta ég þegar ég er byrjuð að lesa að ég er ekki með á hreinu hver á síðuna. Stundum uppgötva ég það þegar mér finnst skrýtið að fólk sem ég tel barnlaust er farið að tala um uppeldi barna sinni eða strákar að tala um fyrirtíðarspennu. Þá finnst mér skemmtilegt að lesa áfram og reyna að giska á hver á síðuna án þess að kíkja á slóðina. Stundum tekst það og stundum ekki.

7.1.2007

menningarmunur?

viðskiptavinur: Góðan dag
afgreiðslustelpa: Góðan dag
viðskiptavinur: hvernig langlokur áttu?
afgreiðslustelpa: æ, ðúvist, bara svona allskonar
viðskiptavinur: með hverju eru þær?
afgreiðslustelpa: sko, bara ðuvist, svona skinku og beikoni og svona ðuvist.
viðskiptavinur: geturðu sagt mér hvað er á langlokunum svo ég geti ákveðið hvernig ég ætla að kaupa.
afgreiðslustelpa: sko, ðúvist, þú getr sko alveg bara valið sjálf ðuvist, við búmðær til hér og eigum allskonar til að setja áðær.
viðskiptavinur: frábært ég ætla að fá eina með...

5.1.2007

Skrímsli

Þá er ég búin að taka skrautið af tréinu góða og eftir stendur minningin um fallegasta jólatré í heimi. Nú veit ég bara ekki hvernig ég á að koma ferlíkinu út úr húsi.
Getur einhver komið í heimsókn og hjálpað mér að losa mig við skrímslið?

2.1.2007

Súpan

Ég geri gjarnan grænmetissúpu sem er hið mesta lostæti. Þrátt fyrir að súpan sé alltaf sérlega góð geri ég undantekningarlaust alltof alltof mikið af henni og enda yfirleitt á því að bjóða fólki í mat og henda restinni.
Í dag þegar ég var að búa til súpuna datt mér þjóðráð í hug: að nota minni pott.