Í gær kom ég til Englands, hef nú hingað til sagt að ég væri á leið til London, sem er að sumu leiti rétt, en hér gisti ég í Biggin Hill sem er nánast upp í sveit. Hér fyrir aftan húsið eru húsdýr á beit og landbúnaður blómstrar hér í nágreninu.
Ég var að velta því fyrir mér í gær-morgun þegar ég vaknaði fyrir allar aldir og hélt í klukkustundar ferðalag með Trammi og lest út á flugvöll með heljar mikinn farangur að það væri í raun vitleysa að það sé gaman að ferðast. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri gaman að koma á nýjan stað en ferðin á milli staða væri hreint ekki svo skemmtileg, að þetta væri búið að vera tóm vitleysa í mér í öll þessi ár.
Ég skipti svo reynar fljótlega um skoðun aftur, það er víst gaman að ferðast og svo mjög gaman að koma á áfangastað.
Það gerðist fullt skemmtilegt á 6 klst ferðalaginu mínu í gær. Ég lenti í þrasi við tollara sem neitaði að stimpla taxfríið mitt, handfarangurinn minn var gegnumlýstur 3 sinnum á leiðina í flugvélina og vegabréfið mitt skoðað 5 sinnum, þar af einu sinni næstum rifið í tætlur (eitthvað ótrúlegt við það).
Flugferðin var æsispennandi, ég lenti í því í fyrsta skiptið að einhver reykti inná klósetti, sá hinn sami var ekki staðinn að verki en flugfreyjurnar klöguðu í flugstjórann sem skammaði alla í vélinni um um leið og hann benti okkur á það að maður færi næsta víst í fangelsi fyrir að reykja á klósettinu.
Þegar ég var komin til London og búin að hitta Jónu Grétu, sem var svo sæt að koma á móti mér svo ég fengi ekki hjartaáfall af áreinslu við að rogast með allann farangurinn upp og niður tröppur í undergrándinu, tókum við lest í vitlausa átt og fengum góðann rúnt um neðanjarðarkerfið.
Það er sko skemmtilegt að ferðast.
Ég sá samt að það er eitt sem ég verð að læra; að ferðast létt, að læra nægjusemi og eignast svona ferða - allskonar sem tekur minna pláss og er léttara.
Það var svo svaka gaman að koma til Biggin Hill, ég hafði nú ekki hitt neina af strákunum sem hér búa síðan í júlí hreinlega. Í morgunsárið skriðu svo 2 litlir gaurar upp í rúm til mín og vildu endilega fá mig niður í morgunmat. Ég sagðist aðein ætla að kúra lengur "en það er til morgunmatur sem gerir þig mjóa" ... ég afþakkaði morgunverðarboðið engu að síður.
Í dag gleymdi ég því sem snöggvast að ég ætlaði að læra að ferðast létt. Ég fór til Bromley sem er þorp hér í nágreninu og þar fór ég inní svo ódýra búð að það hefði eiginlega verið asnalegt að kaupa ekki svoldið. Þarna er fullt af alvöru fötum sem kosta 2-4 pund, og ekkert í búðinni kostar meira en 10 pund held ég. Reyndar fékk ég efasemdir eftir að ég var búin að borga og fór að hugsa um hvort fötin væru framleidd af þrælum og að afgreiðslufólkið væru á einhverjum skíta launum því ég velti fyrir mér að ef það er raunverulega hægt að selja föt á svona lágu verði af hverju gera það ekki fleiri. Vonandi er þetta samt bara vegna þess að eigendurnir hafa ekki gróðann að leiðarljósi og þess vegna er hægt að kaupa flotta peysu á 500 kall og náttföt á 350 kall en ekki að ég hafi eignast ný föt á kostnað misnotkunnar og illmennsku.
Núna ætla ég að vanda mig við að vera skólastelpa þar til ég fer að sofa...