27.10.2005
Núna er ég hreinlega að flytja búin að sofa mínu síðustu nótt á ÖK. Miðað við síðustu flutninga er frekar fyndið að geta flutt allt dótið í einum leigubíl, frekar lítið vesen miðað við oft áður. Á móti kemur að ég þurfti að fjárfesta í innbúi í eitt svefnherbergi og pínu meira. Rúm keypti ég nýtt en nánast allt annað fann ég á uþb klst fyrir slikk, lengi lifi Hjálpræðisherinn! Það er einhvernvegin allt að gerast, má ekki vera að þessu...
25.10.2005
Draumur
Dreymdi í morgun að ég væri að borða danskt rúgbrauð með látinni vinkonu. Áleggið sem var í boði var e-ð dökkt gumms og avacato sósa. Hún kunni greinilega á þessa blöndu og setti dökka gummsið í þykku lagi beint á brauðið og avacató sósuna þar ofaná, sem var græn og lífleg. Þar sem ég var ekki kunnug þessari matarsamsetningu gerði ég slíkt hið sama og var mjög einbeytt á meðan þar sem sósan lak niður með rúgbrauðinu. Þegar ég leit upp var vinkonan horfin og ég borðaði brauðið ein.
Stuttu seinna vaknaði ég þakklát fyrir þessa hljóðlátu stund með vinkonunni en á sama tíma með sorg og söknuð í hjarta. Úti var rigning og rok og því ljúft að snúa mér á hina hliðina og halda áfram að sofa um stund.
Hvað ætli draumaráðningabókin segi við þessum draum?
Stuttu seinna vaknaði ég þakklát fyrir þessa hljóðlátu stund með vinkonunni en á sama tíma með sorg og söknuð í hjarta. Úti var rigning og rok og því ljúft að snúa mér á hina hliðina og halda áfram að sofa um stund.
Hvað ætli draumaráðningabókin segi við þessum draum?
23.10.2005
Skyr
Já, ég var tilbúin á tilsettum tíma í gærkvöld og þegar Gunni kom brunuðum við beint til einnar af nágrönnum drottningar í matarboð (komum reyndar heldur seint en fengum enga að síður frábæran mat). Þetta var held ég bara flottasta íbúð sem ég hef komið í og félagsskapurinn mjög góður, þrjú af félögum Gunna og merkiskona úr danska kvikmyndaiðnaðinum. Stórskemmtilegt kvöld.
Ég náði aðeins að kíkja á júróvisjón útsendinguna í á meðan ég beið eftir gestinum í gærkvöldi og það kitlaði mig meira en ég vil viðurkenna, ætli ég sé að þróa með mér júróvisjón fetis?
Gunni fór um hádegi og ég hef í dag m.a. gætt mér á skyri og síríus súkkulaði sem hann færði mér. Svei mér ef ég var ekki bara búin að gleyma skyri og hvað það er gott.
Ég er enn frekar löt en er alveg að fara að hætta því. Á morgun byrjar skólinn aftur af krafti eftir vetrarfríið og ég þarf að mæta í tíma kl 8:00 í fyrsta skiptið á þessari önn og þarf því að vakna, tja já, bara rétt bráðum nánast.
og því... bless að sinni
Ég náði aðeins að kíkja á júróvisjón útsendinguna í á meðan ég beið eftir gestinum í gærkvöldi og það kitlaði mig meira en ég vil viðurkenna, ætli ég sé að þróa með mér júróvisjón fetis?
Gunni fór um hádegi og ég hef í dag m.a. gætt mér á skyri og síríus súkkulaði sem hann færði mér. Svei mér ef ég var ekki bara búin að gleyma skyri og hvað það er gott.
Ég er enn frekar löt en er alveg að fara að hætta því. Á morgun byrjar skólinn aftur af krafti eftir vetrarfríið og ég þarf að mæta í tíma kl 8:00 í fyrsta skiptið á þessari önn og þarf því að vakna, tja já, bara rétt bráðum nánast.
og því... bless að sinni
22.10.2005
Útlönd
Nú er ég bara komin heim frá útlöndum (reyndar svoldið síðan) og er að farast úr leti. Undarlegt hvað opinbert vetrarfrí hefur áhrif á nennuna.
Tallinn var ekki síðri en Vilníus, ólíkar borgir samt.
Miðborg Tallinn er mjög miðaldaleg sérstaklega þegar maður fylgir gömlu borgarveggjunum og af og til, þegar engin merki um nútímann eru til staðar, er alveg hægt að ímynda sér ferð aftur í tímann og upplifa andartök í fortíðinni. Það sem er líka svo skemmtilegt við miðbæinn í Tallinn eru alskonar veitingahús, búðir og gallerí lengs niðir kjöllurum þar sem ótal stigar liggja að hlöðnum veggjum og kertaljós, mistería og notalegheit ráða ríkjum.
Ég fór líka í strætóferð til að skoða úthverfin, var búin að heyra frekar neikvæðar sögur um þau en mér fannst þau huggulegri en mörg úthverfi stór-Reykjavíursvæðisins.
Nú er ég semsé komin heim og letin hefur e-ð verið að stríða mér undanfarna daga, er samt að hugsa um að segja letinni stríð á hendur og taka þennan dag með trompi. Fæ heimsókn í kvöld beint frá Íslandi og mér hefur verið boðað að vera sæt, fín og tilbúin á djammið kl. 21:30 og ætla ég að hlýða því.
Jibbíí, dagur án leti...
Tallinn var ekki síðri en Vilníus, ólíkar borgir samt.
Miðborg Tallinn er mjög miðaldaleg sérstaklega þegar maður fylgir gömlu borgarveggjunum og af og til, þegar engin merki um nútímann eru til staðar, er alveg hægt að ímynda sér ferð aftur í tímann og upplifa andartök í fortíðinni. Það sem er líka svo skemmtilegt við miðbæinn í Tallinn eru alskonar veitingahús, búðir og gallerí lengs niðir kjöllurum þar sem ótal stigar liggja að hlöðnum veggjum og kertaljós, mistería og notalegheit ráða ríkjum.
Ég fór líka í strætóferð til að skoða úthverfin, var búin að heyra frekar neikvæðar sögur um þau en mér fannst þau huggulegri en mörg úthverfi stór-Reykjavíursvæðisins.
Nú er ég semsé komin heim og letin hefur e-ð verið að stríða mér undanfarna daga, er samt að hugsa um að segja letinni stríð á hendur og taka þennan dag með trompi. Fæ heimsókn í kvöld beint frá Íslandi og mér hefur verið boðað að vera sæt, fín og tilbúin á djammið kl. 21:30 og ætla ég að hlýða því.
Jibbíí, dagur án leti...
17.10.2005
Vilníus
Átti alveg einstaka helgi í Vilníus.
Hún byrjaði reyndar á 3 klst seinkun þannig að við vorum ekki komnar á hótel fyrr en í myrkri. Vörðum föstudagskvöldini í að skoða okkur aðeins um í miðborginni og fá okkur gott að borða.
Laugardagur:
ráfað um miðborgina,
túristavarningur(og það var verslað pínu smá),
snarl borðað hér og þar,
dómkirkjan skoðuð og þar lentum við óvænt í brúðkaupi,
snérum okkur til lukku á flís sem markaði annan endann á söng byltingunni 1989.
Um kvöldið var einstök matarupplifun á frönskum veitingastað, ég hef sjaldan lent í öðru eins. Staðurinn sjálfur var líka mjög sérstakur og ég hafði það lengi vel á tilfinningunni þar inni að ég hefði gengið inní hjarta Litháensku mafíunnar. Frábært kvöld.
Á sunnudaginn fórum við beint á mjög lókal markað þar sem hreinlega allt milli himins og jarðar var í boði, allt frá kettlingum að eldhúsinnréttingum, antik hnífapör til feik merkjavöru. Stemningin alveg ótrúlega skemmtileg.
Litháar eru með eindæmum yndælt fólk og Vilníus borg sem mig langar að skoða betur.
Hún byrjaði reyndar á 3 klst seinkun þannig að við vorum ekki komnar á hótel fyrr en í myrkri. Vörðum föstudagskvöldini í að skoða okkur aðeins um í miðborginni og fá okkur gott að borða.
Laugardagur:
ráfað um miðborgina,
túristavarningur(og það var verslað pínu smá),
snarl borðað hér og þar,
dómkirkjan skoðuð og þar lentum við óvænt í brúðkaupi,
snérum okkur til lukku á flís sem markaði annan endann á söng byltingunni 1989.
Um kvöldið var einstök matarupplifun á frönskum veitingastað, ég hef sjaldan lent í öðru eins. Staðurinn sjálfur var líka mjög sérstakur og ég hafði það lengi vel á tilfinningunni þar inni að ég hefði gengið inní hjarta Litháensku mafíunnar. Frábært kvöld.
Á sunnudaginn fórum við beint á mjög lókal markað þar sem hreinlega allt milli himins og jarðar var í boði, allt frá kettlingum að eldhúsinnréttingum, antik hnífapör til feik merkjavöru. Stemningin alveg ótrúlega skemmtileg.
Litháar eru með eindæmum yndælt fólk og Vilníus borg sem mig langar að skoða betur.
14.10.2005
Tallinn
júhú, gaman að hitta Öldu systur og Tallinn.
Bæði borgin og stelpan algjört æði.
Núna erum við á leiðinni til Vilníus.
Bæði borgin og stelpan algjört æði.
Núna erum við á leiðinni til Vilníus.
13.10.2005
Á leið úr landi
Búin að hafa það fínt.
Á þriðjudaginn kom góður gestur frá Íslandi, hann Albert Sig. gaman að hafa hann í smá stund. Við hittumst nú ekki mikið en erum búin að fara saman í könnunarleiðangra um hverfið.
Var í tíma í morgun þar sem rætt var um mismundandi hefðir í notkun á þvottarefni milli landa og menninga. Þótt ótrúlegt megi virðast voru þetta mjög áhugaverðar umræður. Heimurinn er svooo margbreytilegur og skemmtilegur.
Er núna að pakka niður í ferðatösku því ég er rétt í þann mund að rjúka út á flugvöll til að fara út til Tallinn. Fer á morgun til Vilníusar yfir helgina, svo aftur til Tallinn. Viku ferð. Hef gerst fyrirmyndar ferðakona og í fyrsta skiptið á ævinni á ég ferðahandbók, er nánast búin að lesa hana spjaldana á milli. Hlakka mikið til að kynnast nýjum löndum/borgum.
Meira seinna.
Á þriðjudaginn kom góður gestur frá Íslandi, hann Albert Sig. gaman að hafa hann í smá stund. Við hittumst nú ekki mikið en erum búin að fara saman í könnunarleiðangra um hverfið.
Var í tíma í morgun þar sem rætt var um mismundandi hefðir í notkun á þvottarefni milli landa og menninga. Þótt ótrúlegt megi virðast voru þetta mjög áhugaverðar umræður. Heimurinn er svooo margbreytilegur og skemmtilegur.
Er núna að pakka niður í ferðatösku því ég er rétt í þann mund að rjúka út á flugvöll til að fara út til Tallinn. Fer á morgun til Vilníusar yfir helgina, svo aftur til Tallinn. Viku ferð. Hef gerst fyrirmyndar ferðakona og í fyrsta skiptið á ævinni á ég ferðahandbók, er nánast búin að lesa hana spjaldana á milli. Hlakka mikið til að kynnast nýjum löndum/borgum.
Meira seinna.
10.10.2005
Þvottahúsið og ég
Planið gekk upp að hluta á laugardaginn, fékk popp og gosdrykk en tóks ekki að horfa á frábæra bíómynd. Hélt því bara áfram í leit minni að góðri mynd og komst loksins í DVD afspilunartæki sem réði við texta og horfði loksins á Blinkende Lygter sem er alveg stórkostleg mynd. Þar með sló ég tvær flugur í einu höggi, fékk bíó og æfði mig í dönsku og gott ef ég er ekki þegar orðin miklu betri.
Annars tók ég helgina bara mest í að vera löt og lærði pínku smá inná milli. Í dag er ég hinsvegar ekki búin að vera löt, verslaði í matinn, var að klára verkefni sem ég er búin að senda af mér og þvoði þvott.
Það hvíla einhver álög á mér varðandi þetta þvottahús hérna því ég virðist alltaf breytast í vanvita þegar ég stíg þar inn. Það er sko svona kort sem maður fær sem maður stingur í rauf og velur þá vél sem maður ætlar að nota með því að ýta á takk. Vélarnar eru númeraðar með mjög stórum stöfum og takkarnir sem maður ýtir á eru mjög vel merktir líka en samt tekst mér nánast alltaf að gera einhver mistök, setja þurkara í gang í staðinn fyrir þvottavél og öfugt eða ýta á neyðarrofa í stað þess að ýta á play og þá fara vélarnar alveg í baklás. Svona eyði ég því í vitleysu stórum hluta af mánaðarlegum þvottaskammti.
Í dag setti ég t.d. þvott í vélar 1 & 2 og var mjög ánægð með að hafa fengið svona auðveld númer að muna og alveg viss um að nú gæti ég ekki gert nein misstök. Fór og ýti á takka 1&2 en ekkert gerðist með vélarnar mínar. Ég gekk fram og til baka að takkaborðinu sem gaf til kynna að vélarnar væru í gangi, opnaði og lokaði vélunu, ýtti oft á play en ekkert gerðist. Það var þarna stráklingur sem var búinn að horfa frekar undarlega á mig allan tímann en var nú farinn að horfa á mig alveg glaseygður. Ég ákvað því að gefast upp og setja bara í nýjar vélar og í þann mund sem ég er að troða í nýja vél sá ég misstökin sem ég hafði gert... ég hafði borgað á vitlausu takkaborði... ég tróð þvottinum bara aftur í vél 1 borgaði á réttum stað og gekk stolt út. Sá í gegnum gluggan að hinar vélar 1&2 voru komnar af stað fullar af þvotti þannig að ég hef sett á aðra umferð fyrir einhvern heppinn námsmann sem fékk þvottinn sinn tvíþveginn í dag. Ég hinsvegar er tveimur vélum fátækari og enn staðfastari í þeirri skoðunn minni að ég og þetta þvottahús eigum ekki samleið.
Annars tók ég helgina bara mest í að vera löt og lærði pínku smá inná milli. Í dag er ég hinsvegar ekki búin að vera löt, verslaði í matinn, var að klára verkefni sem ég er búin að senda af mér og þvoði þvott.
Það hvíla einhver álög á mér varðandi þetta þvottahús hérna því ég virðist alltaf breytast í vanvita þegar ég stíg þar inn. Það er sko svona kort sem maður fær sem maður stingur í rauf og velur þá vél sem maður ætlar að nota með því að ýta á takk. Vélarnar eru númeraðar með mjög stórum stöfum og takkarnir sem maður ýtir á eru mjög vel merktir líka en samt tekst mér nánast alltaf að gera einhver mistök, setja þurkara í gang í staðinn fyrir þvottavél og öfugt eða ýta á neyðarrofa í stað þess að ýta á play og þá fara vélarnar alveg í baklás. Svona eyði ég því í vitleysu stórum hluta af mánaðarlegum þvottaskammti.
Í dag setti ég t.d. þvott í vélar 1 & 2 og var mjög ánægð með að hafa fengið svona auðveld númer að muna og alveg viss um að nú gæti ég ekki gert nein misstök. Fór og ýti á takka 1&2 en ekkert gerðist með vélarnar mínar. Ég gekk fram og til baka að takkaborðinu sem gaf til kynna að vélarnar væru í gangi, opnaði og lokaði vélunu, ýtti oft á play en ekkert gerðist. Það var þarna stráklingur sem var búinn að horfa frekar undarlega á mig allan tímann en var nú farinn að horfa á mig alveg glaseygður. Ég ákvað því að gefast upp og setja bara í nýjar vélar og í þann mund sem ég er að troða í nýja vél sá ég misstökin sem ég hafði gert... ég hafði borgað á vitlausu takkaborði... ég tróð þvottinum bara aftur í vél 1 borgaði á réttum stað og gekk stolt út. Sá í gegnum gluggan að hinar vélar 1&2 voru komnar af stað fullar af þvotti þannig að ég hef sett á aðra umferð fyrir einhvern heppinn námsmann sem fékk þvottinn sinn tvíþveginn í dag. Ég hinsvegar er tveimur vélum fátækari og enn staðfastari í þeirri skoðunn minni að ég og þetta þvottahús eigum ekki samleið.
8.10.2005
Jájá
jájá, jájá, jahahá!
Það er helgi, það er sumar, það er gaman. Veit ekki alveg hvað er gaman, bara að það er gaman.
Út að borða, nethangs, kaffihús, lærdómur, barnahelgi og leti þess á milli. Allt ljómandi fínt.
Langar að verja kvöldinu fyrir framan sjónvarpið við góða bíómynd, borða popp og drekka gosdrykk. Stefni að því að láta það rætast.
Það er helgi, það er sumar, það er gaman. Veit ekki alveg hvað er gaman, bara að það er gaman.
Út að borða, nethangs, kaffihús, lærdómur, barnahelgi og leti þess á milli. Allt ljómandi fínt.
Langar að verja kvöldinu fyrir framan sjónvarpið við góða bíómynd, borða popp og drekka gosdrykk. Stefni að því að láta það rætast.
6.10.2005
Sumar á ný
Haldiði að það sé ekki bara komið sumar aftur, aldeilis stórkostlegt!
Heyrði í svefnrofanum í morgun sömu lætin fyrir neðan gluggann og svo marga aðra morgna uppúr átta. Hef hingað til kennt iðnaðarmönnum um lætin en var farin að furða mig á litlum breytingum miðað við lætin og ákvað því að kíkja niður. Sá ég þá ekki mann með risastóra sugu vera að sjúga upp haustið. Ég hef aldrei séð svona laufsugu áður og verð bara að segja að mér þykir mikið til koma(ég er alveg viss um að það er henni að þakka að það er komið sumar aftur).
Dagurinn hélt svo bara áfram að vera frábær, fór í skólan, komst loksins fyrir alvöru í skólaskap og er búin að vera að læra í allan dag, held ég hafi bara aldrei lært svona mikið án þess að vera undir pressu; 11 tímar. Stefni samt að því að slá metið fljótlega, enda margt að gera og mikið að læra.
Á morgun á sumarið að ná hámarki, 20° barasta, ég held ég fari bara og dusti rykið af sumarklæðunum og spóki mig í þeim á morgun með bók útí bæ.
Heyrði í svefnrofanum í morgun sömu lætin fyrir neðan gluggann og svo marga aðra morgna uppúr átta. Hef hingað til kennt iðnaðarmönnum um lætin en var farin að furða mig á litlum breytingum miðað við lætin og ákvað því að kíkja niður. Sá ég þá ekki mann með risastóra sugu vera að sjúga upp haustið. Ég hef aldrei séð svona laufsugu áður og verð bara að segja að mér þykir mikið til koma(ég er alveg viss um að það er henni að þakka að það er komið sumar aftur).
Dagurinn hélt svo bara áfram að vera frábær, fór í skólan, komst loksins fyrir alvöru í skólaskap og er búin að vera að læra í allan dag, held ég hafi bara aldrei lært svona mikið án þess að vera undir pressu; 11 tímar. Stefni samt að því að slá metið fljótlega, enda margt að gera og mikið að læra.
Á morgun á sumarið að ná hámarki, 20° barasta, ég held ég fari bara og dusti rykið af sumarklæðunum og spóki mig í þeim á morgun með bók útí bæ.
4.10.2005
Óðinsvé
Átti frábæra helgi hjá honum Arnari vini mínum í Óðinsvéum. Það var mikið spjallað, farið á röltið, bæði um götur bæjarinns og á milli ölstofa. Borðuðum góðan Tyrkneskan mat og frábæran túnfisksteik ala Arnar. Reyndar varð allt að veislu sem Arnar bar á borð.
Borgin sjálf varla meira en þorp en krútleg og hætekk. Þarna eru t.d. internet kassar útum allar götur þar sem hægt er að nálgast allar mögulegar upplýsingar um þorpið. Þaðan er líka hægt að senda í-meil en það er smá galli á þessum kössum sem eru með snerti skjá; maður hittir ekki endilega á þá stafi sem maður vill þannig að bréf sem ég reyndi að skrifa hljómaði einhvernvegin svona:
jjjiujhewnka
Þá ákvað ég bara að bíða þar til ég kæmi heim.
Sáum líka lúðrasveit í málarabúningum marsera um miðbæinn. Sá gíraffa, strúta og fleiri furðufugla úr fjarska þegar við gengum í gegnum skóginn.
Fór líka í fyrsta sinn í bíó hér á landi, sáum Charlie and the Chocolate Factory, alveg hreint frábær, ég er alveg ótrúlega ánægð með hana.
Er núna komin heim í hversdagsleikann og hann er alveg fínn líka.
Borgin sjálf varla meira en þorp en krútleg og hætekk. Þarna eru t.d. internet kassar útum allar götur þar sem hægt er að nálgast allar mögulegar upplýsingar um þorpið. Þaðan er líka hægt að senda í-meil en það er smá galli á þessum kössum sem eru með snerti skjá; maður hittir ekki endilega á þá stafi sem maður vill þannig að bréf sem ég reyndi að skrifa hljómaði einhvernvegin svona:
jjjiujhewnka
Þá ákvað ég bara að bíða þar til ég kæmi heim.
Sáum líka lúðrasveit í málarabúningum marsera um miðbæinn. Sá gíraffa, strúta og fleiri furðufugla úr fjarska þegar við gengum í gegnum skóginn.
Fór líka í fyrsta sinn í bíó hér á landi, sáum Charlie and the Chocolate Factory, alveg hreint frábær, ég er alveg ótrúlega ánægð með hana.
Er núna komin heim í hversdagsleikann og hann er alveg fínn líka.