28.5.2005
Danmörk og austurlenskir ávaxtastrákar
Ég hef lengi fundist voða leiðinlegt að geta ekki talað eitthvert norðurlandamál annað en íslensku og ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi og sótti um sem freemover CBS í Köben fyrir næsta haust. Ef ég kem kemst inn ætla ég að læra einhver merkileg alheimsfræði ásamt því að æfa mig í að tala dönsku. Ég fæ reyndar ekki svar frá þeim fyrr en í júlí reyndar þannig að enn er ekkert víst að ég fái tækifæri til að láta reyna á framhalsskóla dönskuna mína og ef ekki þá dettur mér örugglega e-ð annað sniðugt í hug. Annars langar mig voðalega mikið til að heimsækja Asíu og kannski hitta einhvern svona ávaxtastrák eins og í sá í Madrid í vetur.
En í augnablikinu er ég að hugsa um Kaupmannahöfn, það sem mig vantar í augnablikinu er húsnæði þar í borg, er búin að leita aðeins, get ekki sótt um á kollegi af því ég ætla að vera svo stutt. Ég hef heyrt dramatískar sögur af húsnæðisvandanum í Köben en blæs á þær alveg fullviss um að ég finni stað til að búa á. Ef einhver veit um laust herbergi eða íbúð frá 20. ágúst og fram í janúar eða ert með hugmyndir hvernig ég get fundið eitthvað endilega segið mér frá því.
En í augnablikinu er ég að hugsa um Kaupmannahöfn, það sem mig vantar í augnablikinu er húsnæði þar í borg, er búin að leita aðeins, get ekki sótt um á kollegi af því ég ætla að vera svo stutt. Ég hef heyrt dramatískar sögur af húsnæðisvandanum í Köben en blæs á þær alveg fullviss um að ég finni stað til að búa á. Ef einhver veit um laust herbergi eða íbúð frá 20. ágúst og fram í janúar eða ert með hugmyndir hvernig ég get fundið eitthvað endilega segið mér frá því.
25.5.2005
Skrímslið í stofunni
Ég gerðist stórtæk áðan og ákvað að minnka kanínubúskapinn sem hefur verið í miklum blóma hér á bæ undanfarið. Ég fór á harðaspretti með ryksuguna um allt hús og þegar ég var alveg að verða búin það sé ég e-ð skjótast fram hjá ryksuguhausnum og áður en ég hafði áttað mig almennilega á því hvað það var hafði ég stífnað öll upp og gripið um mig skelfing (á broti úr sekúndu). Ég leit betur og sá að þetta var stór og feit kónguló. Á undraverðum hraða ryksugaði ég hana með kanínu unga sem hún hljóp í.
Úff, hvað er þetta eiginlega með svona fóbíur ég var alveg lengi að ná mér og ætlaði ekki að geta klárað að ryksuga af viðurstygð og ótta við að hún kæmi skríðandi upp úr stúttnum til að hefna sín á mér stærri, feitari og hættulegri en nokkru sinni áður.
Hvað er það eiginlega með skorkvikindi og fælni, ég er ekki viss um að tígristýr myndi hræða mig meira en kónguló eða kakkalakki.
Ég er allavega þakklát fyrir það að vera ekki með flugvélafælni eða víðáttufælni því hvorutveggja myndi draga verulega úr lífsgæðum mínum.
Hvað ætli sé versta fælni að vera með?
Úff, hvað er þetta eiginlega með svona fóbíur ég var alveg lengi að ná mér og ætlaði ekki að geta klárað að ryksuga af viðurstygð og ótta við að hún kæmi skríðandi upp úr stúttnum til að hefna sín á mér stærri, feitari og hættulegri en nokkru sinni áður.
Hvað er það eiginlega með skorkvikindi og fælni, ég er ekki viss um að tígristýr myndi hræða mig meira en kónguló eða kakkalakki.
Ég er allavega þakklát fyrir það að vera ekki með flugvélafælni eða víðáttufælni því hvorutveggja myndi draga verulega úr lífsgæðum mínum.
Hvað ætli sé versta fælni að vera með?
22.5.2005
21.5.2005
20.5.2005
18.5.2005
Húkkarabiðskýlið
Ég fór út að keyra aðeins áðan og rak þá augun í nokkuð alveg fáránlegt og samt dáltið fyndið. Hér rétt við bæjarmörkin á leiðinni út í Garð er okkar háttvirti bæjarstjóri búinn að láta malbika smá útskot með tveimur skiltum. Þetta er sem sé svona húkkara biðstöð með tveimur skiltum, sem eru sirka 2 m á milli. Skiltin eru með mynd af húkk-hendi og undir öðru stendur Garður/Gólfvöllur og undri hinu Mánaflöt/Annað. Er verið að drepa allan rebel og kúl við það að húkka???
Ég veit það ekki, ég húkkaði mér oft far hreinlega að því það bauðst ekki annað en líka stundum af því mig langaði ekki til að borga og mér fannst það frekar kúl.
Ég get alveg ímyndað mér að bæjarstjórnin hafi verið að hugsa um öryggi með þessum ósköpum en mér finnst þetta samt vera dæmigert fyrir það að reyna að drepa e-ð með því að samþykkja það. Mér hefið ekki fundist það mjög kúl að standa undir skilti sem á stendur Garður á sínum tíma, hefði líklega bara gengið aðeins lengra til að sleppa við það. Ég veit ekki hvað suðurnesja-unglingar gera eða hugsa en ég á örugglega eftir að gera mér ferð þarna um á næstunni til að sjá hvort það séu einhverjir sem nýta sér þetta húkkarabiðskýli, rannsóknarverkefni í lagi.
Ég veit það ekki, ég húkkaði mér oft far hreinlega að því það bauðst ekki annað en líka stundum af því mig langaði ekki til að borga og mér fannst það frekar kúl.
Ég get alveg ímyndað mér að bæjarstjórnin hafi verið að hugsa um öryggi með þessum ósköpum en mér finnst þetta samt vera dæmigert fyrir það að reyna að drepa e-ð með því að samþykkja það. Mér hefið ekki fundist það mjög kúl að standa undir skilti sem á stendur Garður á sínum tíma, hefði líklega bara gengið aðeins lengra til að sleppa við það. Ég veit ekki hvað suðurnesja-unglingar gera eða hugsa en ég á örugglega eftir að gera mér ferð þarna um á næstunni til að sjá hvort það séu einhverjir sem nýta sér þetta húkkarabiðskýli, rannsóknarverkefni í lagi.
17.5.2005
Skynsemi er ekki ávísun á gleði!
Hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hversu mikilvægi skynsemi er í lífinu. Komst að því í morgun að hún er ekki svo mikilvæg og verslaði mér flugmiða til Spánverjalands.
Veiííí hvað óskynsemi getur verið spennandi!!!
Veiííí hvað óskynsemi getur verið spennandi!!!
15.5.2005
Kisukonan
það er nú kannski ekki nema von að okkur Tátu komi illa saman, hún skynjar líklega mitt katareðli...
You Are Catwoman"Life's a bitch. Now so am I."What Superheroine Are You?Samt þetta skrýtið með -bitch-, kannski er þetta frekar spurning um hunda og ketti? Æji ég er alveg að týna mér í þessari vitleysu þessa dagana |
14.5.2005
Á göngu um hverfið
Það er margt sem maður lærir á göngutúr um hverfið. Komst að því áðan að það er ekki öruggt að hlaupa úti með opin munninn, það nefnilega munaði ekki nema 0.01 m/s eða svona 1-2 sm að feit og pattaraleg hunangsfluga hefði flogið á fullri ferð uppí munninn á mér. Úfffff, en af stakri lagni náði ég að sveigja höfuðið til og forðast þennan loðna forrétt.
Svo var það góður maður sem sá mogga kerruna renna til úr fjarska, hann tók snögg beygju og ætlaði að bjarga vesling barninu sem hann hélt að hefði verið ýtt út í rauðan dauðann. Mér fannst gott að vita til þess að samborgaraleg ábyrgð tíðkast sko enn og þakkaði manninum kærlega fyrir hugulsemina.
Svo var það góður maður sem sá mogga kerruna renna til úr fjarska, hann tók snögg beygju og ætlaði að bjarga vesling barninu sem hann hélt að hefði verið ýtt út í rauðan dauðann. Mér fannst gott að vita til þess að samborgaraleg ábyrgð tíðkast sko enn og þakkaði manninum kærlega fyrir hugulsemina.
13.5.2005
Misskilin Egypti?
Varð að herma eftir henni Heiðu af því ég á að vera að skrifa ritgerð, er nú reyndar búin að vera dugleg þannig að ég orða þetta öðruvís... Ég er búin að vera svo dugleg að læra að ég ákvað því að taka pásu og verja henni í innihaldslausa leit að dýpri sjálfsskilningi. Niðurstöðurnar eru einmitt þær að ég er svoldið misskilin. Ef það er rétt hvort væri það þá mér eða öðrum að kenna???
Like the highly romanticized ancient Egypt, you may
be a bit misunderstood. Lots of people think
they know you, but few actually do.
What is your ancient civilization?
brought to you by
Like the highly romanticized ancient Egypt, you may
be a bit misunderstood. Lots of people think
they know you, but few actually do.
What is your ancient civilization?
brought to you by
ég er api í góðu skapi og afskiptaleysi kattarins
Ég fékk svakalega flott og skemmtilegt dót um daginn, svona creative zen micro, sem er svipað ipod bara flottara allavega hentar mér betur af því að það er míkrafónn sem ég get notað fyrir lokaverkefnið. Takk Jóna Gréta og takk Ásgeir, þið gerðuð þetta mögulegt!!! Það er alveg ótrúlegt hvað veraldlegir hlutir geta hjálpað til við að auka ánægju af lífinu. Núna er ég t.d. loksins farin að hlusta á B-day mixið sem ég fékk í afmælisgjöf, takk Heiða. Það er ótrúlega mikið skemmtilegra að bera út moggann með góða tónlist. Hinsvegar er þetta enn ein tæknigræjan sem ég þar að læra á því hún bíður uppá allskonar möguleika sem ég á eftir að kanna.
Annað er það úr Keflavíkinni að frétta að kötturin hún Táta, ekki svo káta, er að taka mig í sátt. Ég sá einhverntíman spakmæli sem var einhvernveginn á þann veg "you haven´t tried anything until you have been ignored by a cat" og það hef ég fengið að reyna síðust 3 mánuði. Ég man ekki eftir því að nokkur köttur hafi farið eins illa með mig og Táta hefur endurtekið komið fram við mig undanfarna 3 mánuði, ég var alveg að niðurbroti komin þegar hún fór loksins að tala við mig núna í vikunni. Hún tekur á móti mér og heilsar þegar ég kem heim, biður um það sem hana vantar s.s. mat og ástúð. Í nótt svo kom hún í fyrsta skiptið svo ég viti til inní herbergið mig, stökk upp á borð við hliðina á rúminu mínu með miklum látum og starði svo á mig rannsakandi augum. Ég var svo hrærð yfir þessari óvæntu og löngu tímabæru athygli og virðingu sem hún sýndi mér með innliti sínu að ég varð bara ánægð yfir því að vera vakin í stað þess að þykja það miður sem mér fyndist við margar aðrar kringumstæður. Ég vona afskiptaleysi kattarins sé hér með lokið!
Annað er það úr Keflavíkinni að frétta að kötturin hún Táta, ekki svo káta, er að taka mig í sátt. Ég sá einhverntíman spakmæli sem var einhvernveginn á þann veg "you haven´t tried anything until you have been ignored by a cat" og það hef ég fengið að reyna síðust 3 mánuði. Ég man ekki eftir því að nokkur köttur hafi farið eins illa með mig og Táta hefur endurtekið komið fram við mig undanfarna 3 mánuði, ég var alveg að niðurbroti komin þegar hún fór loksins að tala við mig núna í vikunni. Hún tekur á móti mér og heilsar þegar ég kem heim, biður um það sem hana vantar s.s. mat og ástúð. Í nótt svo kom hún í fyrsta skiptið svo ég viti til inní herbergið mig, stökk upp á borð við hliðina á rúminu mínu með miklum látum og starði svo á mig rannsakandi augum. Ég var svo hrærð yfir þessari óvæntu og löngu tímabæru athygli og virðingu sem hún sýndi mér með innliti sínu að ég varð bara ánægð yfir því að vera vakin í stað þess að þykja það miður sem mér fyndist við margar aðrar kringumstæður. Ég vona afskiptaleysi kattarins sé hér með lokið!
11.5.2005
Góður safi er gulli betri
Það klikkar nú alltaf hjá mér að vera duglegri að skrifa hérna, langar voðalega til að gera það mjög regluleg en næ því einhvernvegin ekki.
Það er allt að gerast hjá mér í Kef, skólinn alveg á hátindi, próf í fyrradag sem gekk ekki alveg sem skildi og fullt af verkefnum næstu daga.
Verst að ég má ekkert almennilega vera að neinu þessa dagana nema vera heilsufrík. Ég er svo heilbrigð að mér finnst ég vera að springa. Er svona smá saman undanfarnar vikur búin að vera að safna í svona ofur-heilbrigt fæði og er núna bara komin þangað að það vantar ekkert nema að klára smá sem er ekki súper hollt í skápunum og hafa betra aðgengi að lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum. Mér finnst þetta æði, ég fór í gær og keypti mér lúðu og borðaði hana svo með íslensku bankabyggi og grænmeti.
Um helgina keypti ég mér líka safapressu sem er algjör snilld. Er búin að drekka 1-2 glös af nýkreistum safa á hverjum degi síðan. Datt strax niður á ómótstæðilegan drykk; 1/2 glas af gulrótarsafa, 1 stór sellerí-stöng, 3 lúkur af spínati og 8 vínber... þetta verður að fullu glasi af glimrandi hamingju og hreysti. Ég er síðan búin að gera alskyns safa en þessi stendur algjörlega uppúr en allar uppskriftir og hugmyndir eru sko vel þegnar.
Það er allt að gerast hjá mér í Kef, skólinn alveg á hátindi, próf í fyrradag sem gekk ekki alveg sem skildi og fullt af verkefnum næstu daga.
Verst að ég má ekkert almennilega vera að neinu þessa dagana nema vera heilsufrík. Ég er svo heilbrigð að mér finnst ég vera að springa. Er svona smá saman undanfarnar vikur búin að vera að safna í svona ofur-heilbrigt fæði og er núna bara komin þangað að það vantar ekkert nema að klára smá sem er ekki súper hollt í skápunum og hafa betra aðgengi að lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum. Mér finnst þetta æði, ég fór í gær og keypti mér lúðu og borðaði hana svo með íslensku bankabyggi og grænmeti.
Um helgina keypti ég mér líka safapressu sem er algjör snilld. Er búin að drekka 1-2 glös af nýkreistum safa á hverjum degi síðan. Datt strax niður á ómótstæðilegan drykk; 1/2 glas af gulrótarsafa, 1 stór sellerí-stöng, 3 lúkur af spínati og 8 vínber... þetta verður að fullu glasi af glimrandi hamingju og hreysti. Ég er síðan búin að gera alskyns safa en þessi stendur algjörlega uppúr en allar uppskriftir og hugmyndir eru sko vel þegnar.
2.5.2005
sumarleysi
það er hreinlega snjókoma úti. Ég ætti kannski að vera svolítið fúl en er barasta næstum fegin því ég er á kafi í verkefnum. Svona getur egóið farið með mann, ha!
1.5.2005
Ég er tæknitröll
Ég hafði mig loksins í það að finna út hvernig ég set myndir inná bloggið og mér líður eins og ég hafi verið að finna upp hjólið, gamangaman. Átti enga alveg nýja mynd og setti bara inn eina gamla og klassíska. Nú hefur þetta blogg fengið nýja og óvænta vídd.
Nú þarf ég að athuga hvort ég nái að klóra mig fram úr einhverju fleiru skemmtilegu eins og t.d. linkum og svoleiðis dótir.
Nú þarf ég að athuga hvort ég nái að klóra mig fram úr einhverju fleiru skemmtilegu eins og t.d. linkum og svoleiðis dótir.