27.12.2005
19.12.2005
Nenni ekki en ætla nú samt
Ég bara NENNI ekki að læra meira ég VEIT ALLT sem mig langar til að vita um Tísku og lúxux iðnaðinn og VIL ekki vita meira.
Ég HLAKKA óstjórnlega til að komast í jólafrí og það verður örugglega til þess að ég læri nú svoldið meira fyrir blessaða prófið. Það er komin hellings JÓL útum allt og þau eru alveg að fara framhjá mér, sem er nú kannski bara ágætt, ég mæti þá bara beint í jólabrjálæðið á Íslandi FERSK.
Þetta er hin besta þerapía, núna ætla ég barasta að hendast í meiri lestur.
Ég HLAKKA óstjórnlega til að komast í jólafrí og það verður örugglega til þess að ég læri nú svoldið meira fyrir blessaða prófið. Það er komin hellings JÓL útum allt og þau eru alveg að fara framhjá mér, sem er nú kannski bara ágætt, ég mæti þá bara beint í jólabrjálæðið á Íslandi FERSK.
Þetta er hin besta þerapía, núna ætla ég barasta að hendast í meiri lestur.
17.12.2005
Pólitískt réttlæti
Í gær var planlagt stuð og það tókst með eindæmum vel. Fór út að borða með stórskemmtilegu fólki. Kynntist viðhorfi kínversk kunningja míns til Tíbets sem er svo sannarlega ólíkt því viðhorfi sem almennt ríkri hér á vesturlöndum. Honum fannst það hreinlega sprenghlægilegt að Dalai Lama skuli hafa unnið til friðaverðlauna. Ég fékk líka kennslu í "pólitísku réttlæti" í Kína, t.d. hvernig lögin ákveða hversu mörg börn fólk má eignast, ekki svo einfalt. Það er alveg stórmerkilegt hvað heimurinn er margbreytilegur og alveg furðulegt að fólk skuli ekki setjast oftar niður og virkilega hlusta á hvert annað þó það sé ekki alltaf þægilegt.
14.12.2005
Æbleskiver
Um daginn ákveð ég að -go native- og keypti frosnar æbleskiver til að fá smakk af dönskum jólum. Ég fór alveg eftir leiðbeiningum við upphitunina og fékk mér svo smakk. Ég var nú ekkert voðalega hrifin, skildi eiginlega ekkert í þessu bakkelsi og hafði alveg mínar hugmyndir um hvernig ég myndi breyta uppskrifinni til að gera þetta gums ætilegra. Í gærkvöldi fór ég að undra mig á þessu við meðleigjenduna og auðvitað á maður að borða æbleskiver með flórsykri og sultu. Hvernig datt mér annað í hug? Ofninn var hitaður á nýjan leik og ég hef nú ekkert út á uppskriftina að setja, húrra fyrir gúmilaðinu!
13.12.2005
Ég get þetta alveg, þurfti bara að læra það!
jæja það hafðist, náði prófi nr. 2 og það ágætlega. Það ætti að hafa svona æfingu í nýjum prófaðferðum til að koma í veg fyrir að kunnáttuleysi í prófaðferð verði ekki til þess að ágætis námsefnis kunnátta týnist í aðferðinni. Ég er nefnilega búin að hugsa mikið um þetta próf og ég átti sko ekki skilið að falla.
Núna er ég að leita að einhverju nógu lélegu í sjónvarpinu til að leggja mig yfir, svaf nefnilega sama og ekkert í nótt. Ég skildi lengi vel ekkert í því af hverju ég gat ekki sofnað og fattaði svo að einhversstaðar innst inni var ég hrædd um að týna því sem ég kunni í svefninum, hahaha (mér leið nefnilega þannig fyrir/eftir síðasta próf). Mér fannst ég nú svoldið sturluð þegar ég fattaði þetta en það varð til þess að ég náði loksins smá kríu. Alveg merkilegt hvernig þessi heili virkar!!!
Planið næstu daga:
Leggja mig yfir lélegu sjónvarpsefni
Læra og fara í dönskutíma
Horfa á meira lélegt sjónvarp í kvöld
Á morgun frí frá lærdóm en vinna upp tölvupósta, þrif, þvott og annað sem hefur setið á hakanum og svo...
læra
læra
smá stuð
læra (skrifaði fyrst óvart Lára - Lára við tölum saman á laugardag :) )
smá stuð
læra
pakka
læra
Í bæinn með Öldu systur
próf
til Íslands
Reykjavík
Jól
Váááá hvað ég er skipulögð, tíhí
meira seinna...
Núna er ég að leita að einhverju nógu lélegu í sjónvarpinu til að leggja mig yfir, svaf nefnilega sama og ekkert í nótt. Ég skildi lengi vel ekkert í því af hverju ég gat ekki sofnað og fattaði svo að einhversstaðar innst inni var ég hrædd um að týna því sem ég kunni í svefninum, hahaha (mér leið nefnilega þannig fyrir/eftir síðasta próf). Mér fannst ég nú svoldið sturluð þegar ég fattaði þetta en það varð til þess að ég náði loksins smá kríu. Alveg merkilegt hvernig þessi heili virkar!!!
Planið næstu daga:
Leggja mig yfir lélegu sjónvarpsefni
Læra og fara í dönskutíma
Horfa á meira lélegt sjónvarp í kvöld
Á morgun frí frá lærdóm en vinna upp tölvupósta, þrif, þvott og annað sem hefur setið á hakanum og svo...
læra
læra
smá stuð
læra (skrifaði fyrst óvart Lára - Lára við tölum saman á laugardag :) )
smá stuð
læra
pakka
læra
Í bæinn með Öldu systur
próf
til Íslands
Reykjavík
Jól
Váááá hvað ég er skipulögð, tíhí
meira seinna...
10.12.2005
Lítill heimur
Það er svo gaman hvað heimurinn er stundum lítill og krútlegur. Í gærkvöldi fór ég í dönskutíma með öðrum hóp en venjulega og hitti þar af leiðandi fullt af nýju fólki. Við fórum út eftir tíma og ég átti eitt skemmtilegasta kvöld í langan tíma. Það er svoooo gaman að tala við fólk allstaðar frá, með ólíkan bakgrunn og ólík viðhorf. Í hópnum var m.a. finnsk stelpa sem var skiptinemi í mannfræði í Barcelona á sama tíma og ég, ótrúlega lítill heimur. Við munum ekki eftir að hafa hitt hvor aðra en það gerir þetta bara meira spennandi, núna hittumst við hér.
Áðan keypti ég flugmiða til Íslands, skelli mér bara beint úr prófi uppí flugvél þann 21. desember og lendi seinnipartinn.
Jeiii, hlakka til að fara í jólafrí.
Áðan keypti ég flugmiða til Íslands, skelli mér bara beint úr prófi uppí flugvél þann 21. desember og lendi seinnipartinn.
Jeiii, hlakka til að fara í jólafrí.
9.12.2005
Fallin með 4.9...
Eða hér um bil, féll með 5 sem er fall einkunn hér. Gaman að prófa að falla á prófi og sérstaklega þegar ég átti það kannski bara skilið. 15 mínútur til að koma visku minni til skila var ekki alveg að virka (og kannski vantaði líka uppá hana), ég er greinilega ekki góð í að vera akademísk munnlega, mig grunar að ég hefði klárað mig ágætlega á dæmigerðu HÍ prófi, held allavega í þá von.
Annars er annað stórt vandamál þessa dagana að ég er búin að snúa sólarhringnum alveg við, náði t.d. að sofa í 40 mín í morgun áður en ég fór í prófið. Það hjálpar nú ekki að vera stjörf af svefnleysi (fyrir utan að vera almennt frekar sein í sljó).
En úti er sól og blíða og ég er ekki frá því að það sé skemmtilegra að falla í góðu veðri, ef það væri rigning og dumbungur væri mér kannski minna sama.
Allavega þá held ég að ég leggi mig aðeins, næsta próf eftir 5-6 tíma, held ég klári mig nú fram úr því.
Annars er annað stórt vandamál þessa dagana að ég er búin að snúa sólarhringnum alveg við, náði t.d. að sofa í 40 mín í morgun áður en ég fór í prófið. Það hjálpar nú ekki að vera stjörf af svefnleysi (fyrir utan að vera almennt frekar sein í sljó).
En úti er sól og blíða og ég er ekki frá því að það sé skemmtilegra að falla í góðu veðri, ef það væri rigning og dumbungur væri mér kannski minna sama.
Allavega þá held ég að ég leggi mig aðeins, næsta próf eftir 5-6 tíma, held ég klári mig nú fram úr því.
8.12.2005
Á morgun
Jæja, þá er fyrsta synopsis byggða prófið mitt á morgun, og það er munnlegt(synopsis þýðir að ég er búin að skila inn tillögum um hvað ég vil nota sem útgangspunkt). Ég veit ekki hvort ég er meira stressuð yfir því að það er munnlegt eða að það er á ensku eða sú staðreynd að mér skilst að ég þurfi að muna nöfn á höfundum allra greinanna sem ég er búin að lesa. Kosturinn hinsvegar er að þetta er hálfgert ör-próf. Ég hef 5 mínútur til að kynna synopsinn minn, síðan svara ég spurningum í aðrar 10 mín, fer svo út úr stofunni í 3 mín og svo inn aftur og fá einkunnina mína með útskýringum á 2 mínútum, samtals 20 mínútur (og nákvæmt skal það vera). Þetta hjómar reyndar nokkuð einfalt og ég veit alveg nógu mikið til að tala í meira en 15 mínútur. En hvað ef ég frýs eins og í skítlétta dönskuprófinu um daginn, ha, þá geta dýrmætar mínútur fulla af visku og greind flogið út í buskann.
Nú er að spýta í lógana og halda áfram að læra.
Nú er að spýta í lógana og halda áfram að læra.
6.12.2005
Ólöf
Henni Ólöfu, samleigjanda mínum, var að kíkja á þessa síðum um daginn og sagði e-ð svona: það mætti halda að þú byggir bara með Jóhanni. Fyrirgefðu elsku Ólöf. Auðvitað leigi ég hér hjá henni Ólöfu sem er stórskemmtileg og allra manna hugljúfi. Hún hefur aldrei skvett á mig vatni á nóttuni, aldrei dreift innihaldi ískápsins út um öll gólf, hefur ekki þá áráttu að vera uppá öllum borðum og stelast í allan mat og drykk sem skilin er eftir óvarin og hún er svo sannarlega ekki uppá þrengjandi og krefjandi í samskiptum. Ólöf er frábær!
2.12.2005
Pels um jólin?
Þá er jólin að koma og margir farnir að hugsa um að kaupa jólagjafir. Hvað langar þig í? Kannski pels? Já? Hvort heldur sem er þá hvet ég þig til að skoða þetta http://www.strasbourgcurieux.com/fourrure/ ,alla leið til enda...
Hvernig líst þér á?
Hvernig líst þér á?
1.12.2005
...þrátt fyrir
Þetta er nú búið að vera alveg hreint ágætur dagur þrátt fyrir að:
Ég hafi áttað mig á því þegar ég var á leiðinni í háttin MJÖG seint og um síðir að ég hafði stein gleymt (og þá meina ég að það hvarflaði ekki að mér í allan gærdag) að ég átti að mæta í skólan klukkan 8 í morgun. Ég reis nú uppúr rúminu klukkan 7 en sá að það var algjörlega tilgangslaust að fara í skólan eins og svefngengill og hallaði mér því aftur. (hvernig í ósköpunum er hægt að gleyma því að eiga að mæta í skólan, hefur ekki komið fyrir mig áður).
Ég hafi óvart kveikt myndarlegt bál í eldhúsinu þar sem ég gætti ekki að bréfpoka sem lá of nálægt gasin. Ef ekki hefði verið fyrir vaskleg viðbrögð hefði húsið örugglega brunnið til kaldra kola.
Ég féll á skít léttu munnlegu dönskuprófi, var eitthvað ferlega utanvið mig og sagði bara einhverja vitleysu í staðin fyrir það sem ég átti að segja. Það er eins gott að vera með einbeytninguna í lagi þegar ég fer í munnleguprófin í CBS, þetta lofaði nú ekki góðu í kvöld.
Gaman að lifa, gott að vera til!
Ég hafi áttað mig á því þegar ég var á leiðinni í háttin MJÖG seint og um síðir að ég hafði stein gleymt (og þá meina ég að það hvarflaði ekki að mér í allan gærdag) að ég átti að mæta í skólan klukkan 8 í morgun. Ég reis nú uppúr rúminu klukkan 7 en sá að það var algjörlega tilgangslaust að fara í skólan eins og svefngengill og hallaði mér því aftur. (hvernig í ósköpunum er hægt að gleyma því að eiga að mæta í skólan, hefur ekki komið fyrir mig áður).
Ég hafi óvart kveikt myndarlegt bál í eldhúsinu þar sem ég gætti ekki að bréfpoka sem lá of nálægt gasin. Ef ekki hefði verið fyrir vaskleg viðbrögð hefði húsið örugglega brunnið til kaldra kola.
Ég féll á skít léttu munnlegu dönskuprófi, var eitthvað ferlega utanvið mig og sagði bara einhverja vitleysu í staðin fyrir það sem ég átti að segja. Það er eins gott að vera með einbeytninguna í lagi þegar ég fer í munnleguprófin í CBS, þetta lofaði nú ekki góðu í kvöld.
Gaman að lifa, gott að vera til!