29.1.2005

Madrid

Ég fór nokkud óvaent til Madrid núna í vikunni. Var bedin um ad koma á FITUR sem er voda stór ferdasýning/rádsefna sú staersta í spánverjalandi a.m.k.

Sýningin sjálf var hin skemmtilegasta, tarna var haegt ad stinga litlu tá inní öll möguleg og ómöguleg lönd. Kína, Burma, Uruguay, Íran, Nepal, Etjópía, littla saeta Ísland og hvad eina. Mér fannst skemmtilegast í Lýbíu. Tar var mér bodid uppá te med möndlum inní eydimerkur tjaldi tar sem kallarnir lágu makindalega á marglitum púdum og mölludu teid.

Kuldinn hefur verid ógnvaenlgegur hér undanfarid. Mesti kuldi í áratugi. Tegar ég kom til Madridar kom í ljós ad hótelherbergid mitt hafdi verid bókad í ágúst í stad janúar tannig ad mér var komid fyrir á skítugu hosteli´. Tad sem ég hafdi mestar áhyggjur af var kuldinn en tad ad ástaedu lausu. Herbergid var vel kynnt, hrein rúmföt og handklaedi, en tad var líka tad eina sem hreint var.

Afinn á gistiheimilinu er ítalskur og sat fyrir framan sjónvarpid med húfu, í úlpunni og med dökk gleraugu og horfdi til skiptis á ítalska getrana/verdlauna leiki eda ítalska boltann í sjónvarpinu. Tó aldrei meira en órfáar mínútur í senn. Tarna var líka hundur, líklega álíka gamall og afinn.

Ég slóst tarna í för med 10-15 íslendingum sem voru á FITUR ásamt teim spánverjum sem vinna fyrir fyrirtaekin í Madrid. Fyrra kvöldi fórum vid út ad borda á aedislegum sjávarréttarstad og tad seinna fórum vid svoldid upp í sveit og bordudum í einhverskonar helli. Eins og íslendinga er von og vísa var töluvert drukkid (enda ótakmarkad áfengi innifalid í verdi), svoldid sungid og raedur haldnar.

Tad fyndnasta í ferdinni var tegar einn úr hópnum tók sig til og gaf einum betlaranum 50 evrur. Betlarinn var mjög boginn í baki og bar sig illa. Hann var med nokkud stórann kassa med smá klinki í og tegar Tóti gaf honum 3 evrur bad hann um meira. Tóti sprurdi, hversu mikid, og sá gamli, 20 evrur. Tóti fór í vasann og spurdi, af hverju tá ekki bara 50... Ég hef aldrei á aevi minni séd gladari manneskju. Hann hoppadi upp hrópandi jibbíjei, taemdi kassann, henti honum frá sér og hljóp dansandi nidur götuna og hoppadi uppá bekki í leidinni.
Ef tetta gledi sem haegt er ad kaupa fyrir 4 túsund kall er tad svo sannarlega tess virdi.



24.1.2005

Sól sól skín á mig

og tad er fyrst í dag sem tarf ad segja ský ský burt med tig...

Ég var alla helgina ad hjóla fram og til baka um borgina, ótrúlega fínn ferdamáti, ég var ekki alltaf viss um ad ég keaemist heil á leidarenda en tad hafdist. Núna er mér hinsvegar illt í rassinum.

Um daginn sá ég í sjónvarpinu konu sem var ad pissa upp í sig, hún lá í hjólbörum og dreif alla leid. Tad voru allskonar skot af konum ad pissa standandi og allavega, en tessi heilladi mig mest.

Ég fékk kennslustund í prútti á laugardaginn, ég vorkendi svo sölumönnunum ad ég var alveg midur mín. Ég er samt ad hugsa um ad prófa tetta einhverntíman, prútta í alvöru athuga hvort ég rádi vid tad án tess ad gráta.





18.1.2005

Dagur 14

Ég er alveg viss um ad braedurnir í Kjötborg hafi verid indverjar í fyrra lífi, tad er ótrúlega mikil samsvörun med teim og litlu indverjabúdunum. Ef tad sem mig vantar er ekki til í núna kemur tad seinna í dag eda á morgun. Ég hafdi ekki áttad mig á tessu fyrr.

Ég elska kínahverfi, tyrkjahverfi eda hvad tau kunna ad kallast. Fjölbreytileiki mannslífsins birtist hve best í slíkum hverfum. Madur labbar um og tad er haegt ad finna alls konar sem kemur líklega ekki upp í hugann nema ad sjá.

Indverjinn á net-kaffinu sem ég er á er med Ég elska Herbalife merki, mér finnst tad skemmtilegt, hef aldrei fyrr séd nokkurn med slíkt hér í BCN og átti allra síst von á tví hér. Tad fer líklega bara vel ad selja internet adgagn, farsíma og hörbalaef á sama stad.

17.1.2005

BCN

Barcelona heldur bara áfram ad vera frábaer. Helgin skemmtileg. Fór út ad borda med stelpunum (Finu, Txell og Elenu, fyrir tá sem tiltekkja) og hittum svo á eftir fleira fólk. Allir mjög afslappadir og í studi.
Á laugardaginn var -mission útsala- 7 1/2 klst af útsölum. Ég sem hafdi verid svo svakalega dugleg ad ganga framhjá skóbúdum endadi med tví ad kaupa mér eitt par af Campers (á voda gódu verdi), svona rétt til ad baeta í safnid. Eitt annad sem ég hafdi naestum gleymt vardandi BCN og tad er katalónskan, -mission rebajas- á katalónsku jafnvel enn áhugaverdara en á spaensku. Mig langar alltaf meira og meira ad tala katalónsku, hún er svo nett hallaerisleg og algjörlega gagnlaus ad tad er ekki haegt annad en ad langa ad laera hana. Ad kunna íslensku og katalónsku - alveg út í hött...
Ramblan er full af nýjum götulistamönnum, hef ekki rekist á neinn sem ég man eftir. Chaplin farinn ásamt hinum. Hnífabúdin horfin og skóbúd komin í stadin, svona smáatridi hafa breyst.

Tad faerist yfir mig ró hér trátt fyrir is, tys og laeti borgarinnar. Aetla út ad njóta hennar...

14.1.2005

Í sól og sumaryl (svona naestum tví)

Úffff, Barcelona er dásamleg, frábaer alveg.

Ég fór naestum tví ad gráta út á götu af gledi tegar ég kom.

Ég bara labba og labba, stundum lídur mér eins og ég sé algjörlega komin heim, ödrum stundum finnst mér eins og ég sé ad sjá borgina í fyrsta skiptid.

Ég var búin ad gleyma ad hér heiti ég ekki Sif heldur Síff, var ad kynna mig fyrir kunningja mínum í síma í gaer og hann sagdist barasta ekki tekkja neina Sef.

Ég aetla bara ad halda áfram ad labba og labba og hitta fólk....




12.1.2005

Dagur sjö

Um daginn stoppaði mig maður sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hann sagði mér langa sögu af því hvernig hann hafi misst af einhverjum bíl sem hann var búin að borga fyrirfram með nokkrum öðrum út í buskann og ætti ekki fyrir lestarfarinu þangað. Þegar hann þagnaði loks hafði ég tvær góðar ástæður fyrir því að gefa honum smá aur a) hann gæti verið að segja sannleikann og ef ég væri í sömu sprorum myndi ég vonast til þess að einhver hjálpaði mér b) hann lagði á sig langa og leiðinlega sögu í von um klink. Báðar ástæðurnar góðar og ég gaf honum smátterí.

Í dag var ég að ganga á svipuðum slóðum og ég sá gæjann, hann þekkti mig aftur og heilsaði með virktum... rétt svar - b)

Ég gekk um í dag með Ninu Hagen -The greatest hits- í eyrunum. Það eru mörg ár síðan ég hlustaði á hana síðast, alveg frábært að hlusta á hana hér í Berlín. Ég var svo niðursokkin í hlustun og hugsun að ég gleymdi sem snöggvast hvert ég var að fara. Þegar ég leit loks í kringum mig kannaðist ég ekkert við mig og hugsaði með mér hvað ég hafi nú verið utanvið mig síðast þegar ég gékk þarna. Eftir nokkra mínútur í viðbót áttaði ég mig á því að það var af því ég hafði aldrei verið þarna áður, ég var komin á alveg nýjar slóðir. Snéri við og fann mig aftur.

"... maður sér ekki vel nema með hjartanu... það mikilvægasta er ósýnilegt augunum..." (Litli prinsinn bls. 70)
Ég kláraði Litla prinsinn í dag, enn og aftur. Mæli með að allir lesa hana reglulega.

Berlín er fín borg en mikið svakalega hlakka ég til að koma til Barcelona á morgun.

Hasta la vista beíbís

10.1.2005

FÓ-KÚ

Ég sá í bláan himininn í dag, það var sól og vor í lofti og borgin alveg yndisleg.

Ég fór að versla smá og komst að þeirri niðurstöðu að afgreiðsludömum hér í borg finnst mikil truflun af viðskiptavinunum. Afgreiðsluherrarnir hinsvegar eru ljúfmennskan uppmáluð.

Jibbíjei...ég náði að eiga í samræðum á þýsku í pósthúsi þar sem ég gerði mig algjörlega skiljanlega og ég skildi því sem mér var svarað. Stuttu síðar reyndi ég að gera mig skiljanlega á kaffihúsi, það tókst hinsvegar ekki mjög vel. Ég er greinilega ágæt í þýsku á pósthúsinu en ekki endilega annarsstaðar.

Í kvöld fór ég á Volxkuchen sem er stytt í fókú og er fyrirbæri þar sem fólk kemur saman og borðar heimalagaðan mat á lágmarksverði. Troðfullur diskur af girnilegum grænmetisréttum kostar 2 evrur og kaka í eftirmat. Þetta er nokkuð algengt hér í borg. Fókúið sem ég fór á í kvöld er skipulagt af Black Girls Coalistion þar sem það er byrjað á að borða og maturinn seldur til síðasta bita. Unidir matnum spilar DJ Paislay Dalton sem er ein af the Black Girls sem gengur um eins og gyðja og er einn mesti töffari sem ég hef séð. Síðan er maturinn látinn sjattna við skemmtilega tónlist og þegar Paislay líst þannig á, slekkur hún ljósið og kvöldið endar í dansi. Frábær samsettning á kvöldi.






9.1.2005

Berlín

Berlín er fín borg, ég er búin að skoða smá. Ég gisti í Prenzlauerberg sem er kúl og hipp hverfið, margt skemmtilegt að sjá hér, hlakka til að ganga meira um á virkum degi og sjá hvernig allt virkar. Ég er líka búin að fara í Kreuzberg sem er Tyrkjahverfið fór á stórskemmtilegan markað þar sem hægt var að finna allskonar skemmtilegt. Ég kíkti þar líka inní Tyrkneskann stórmarkað sem var stórskemmtilegur, ótrúlegt hvað það sem fólk kaupi, ekki síst sér til matar, virðist segja mikið til um menningu þeirra.

Ég er svoldið að reyna að æfa mig í þýsku og óska þess að ég hefði verið aðeins viljugri að læra hana þegar reynt var að þröngva henni inn á mig á sínum tíma. Ég sé ekki betur en þrátt fyrir mikla mótstöðu frá minni hálfu hafi Öldu Jens og hinum kennurunum tekist nokkuð vel upp. Ekki það að ég sé að slá í gegn neitt síður en svo. Satt best að segja skilur mig varla nokkur maður þó ég reyni að vanda mig mikið og ef mér tekst að gera mig skiljanlega þá skil ég nánast ekki orð þegar fólk reynir að svara mér.
Ég reyndi t.d. að panta mér sódavatn um daginn, vissi að ég ætti að byðja um vatn með koltvísýring, ko..... e-h. Byrjaði á því að byðja um Wasser mit koldkfjkldjgk, var ekki alveg viss hvernig ég ætti að enda orðið en var að vona að mér hefið tekist að gera mig skiljanlega. Tókst ekki. Þá reyndi ég að segja sparkling Wasser, bubbling Wasser og útskýra að það væri til venjulegt vatn og svo öðruvísi vatn og sýndi goshver með miklum tilþrifum. Eftir dágóða stund kom barþjónninn með sódavatn mér til mikillar ánægju, ég ákvað að nota tækifærið og læra í eitt skipti fyrir öll hvernig sódavatn er á þýsku -Wasser- ... það þarf sem sé að byðja sérstaklega um að fá ókolsýrt vatn. Ég komst svo af því nokkru síðar að ég bar orðið Wasser vitlaust fram í þokkabót... Ég ætla að halda áfram að reyna fullviss um það að einhvern daginn geri ég mig skiljanlega og geng stolt á braut.

Í Berlín virðast flestir hundar gamlir, ég veit ekki hvað veldur en ég hef það á tilfinningunni að þeir sé barasta gamlir, gráir, gugnir og ekkert voðalega kátir.

Í Berlín er borg reiðufjár. Hér er ekki hlaupið að því að fá að nota greiðslukort, hvort heldur sem er debet eða kredit. Það er undaleg tilfinning að þurfa að hugsa fyrir því að vera með pening en ég vona að það skili sér í meiri meðvitund um eyðsluna.

Berlín er mjög grá á þessum árstíma, ég hef bara einu sinni séð glitta í bláan himinn en það var svo snemma morguns að ég snéri mér á hina hliðina og hélt áfram að sofa.

Töfrar bíóhúsa liggja meðal annars í því að þar er myndast einhversskonar rými sem gerir það að verkum að ég gleymi stað og stund og ég gæti verið stödd hvar sem er í heiminum á meðan ég horfi á myndina. Hinsvegar verður staðsetningin mjög áþreyfanleg eftir mynd þegar ég geng aftur út í borgina.

Íslendingum búsettum erlendis finnst ekki leiðinlegt að tala um Ísland. Var í gær í hóp með 3 öðrum Íslendingum og einum Ítala og uppgötvaði mér til mikillar hrellingar þegar vel var liðið á kvöldið að stórum hluta þess hafði verið varið í að tala um Ísland. Þegar ég hafði vakið máls á þessu fór restin af kvöldinu í það að tala um af hverju Íslendingar tala svona mikið um Ísland á ferð erlendis...

Í dag borðaði ég æðislegan Líbanskan mat og las littla prinsinn, gékk um í nágreni Kastanienallee sem sögð er hve mest hipp og kúl gata Berlínar, fullt af flotum hönnunarbúðum, bestu kaffihúsin og hollasti skyndibitinn. Hlakka til að skoða hana í erli.

http://www.berlin-tourist-information.de/index.en.php


7.1.2005

Ísland-Londonbeibí-Berlín

Þá er ég lent í Berlín eftir ágætt ferðalag.
Stoppið á Stansted var fínt. Við gistum á einu flottasta Hóteli sem ég hef gist á, þar sem propsið á lobbíbarnum var 10-15 metra hár vínrekki inni plexíglerbúri þar sem 2 stelpur sýndu loftfimleika. Ég hlakka til að sjá lobbíbar sem slær þessu við.
Til að verja kvöldinu var haldið til næsta þorps Bishop Stortford http://www.bishopsstortford.org/ lítið, sætt og mjög rólegt þorp. Það var ekki mikið að gerast í þessu þorpi en eftir matinn heyrðum við lifandi tóna berast út á götu og ákvaðum að láta okkur renna á hljóðið. Við komum inní pínulitinn sal þar sem verið var að spila blús til styrktar fórnalamba flóðana. Ég fékk einhverskonar Bíldudalsfíling þarna inni, mjög sérstakt og skemmtilegt.
Núna ætla ég hinsvegar að fara að skoða Berlín. Meira síðar...

5.1.2005

Gleðilegt árið!!!

Jamm og já, þá er bara komið nýtt ár, ég er búin að ganga frá íbúðinni og sé hana líklega aldrei meir og flutt formlega til Keflavíkurborgar. Komst að því í gær að ég er stödd í skyndibita-helvíti þar sem nær enginn ætur skyndibiti er til sölu hér í bæ, bara gott mál... nema stundum.
Ég datt bæði á rassinn í hálkunni í dag og missti stjórn á bílnum mínum á 20 km hraða, fór alveg þvert á götuna og klessti næstum á staur. En hvorki menn né tæki urðu fyrir hnjaski þannig að þetta slapp í þetta skiptið.
Á morgun fer ég svo til útlanda, liggaliggalá, og vonandi verður þetta vetrar vesen að mestu þegar ég kem til baka.
Núna held ég að þvottavélin sé búin ætla að tékka á henni.